Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:17 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét „Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu. „Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“ KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
„Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“
KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira