Framtíð menningarinnar verði til í Listaháskólanum Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. apríl 2023 12:50 Kristín Eysteinsdóttir var Borgarleikhússtjóri á árunum 2014 til 2020 og náði leikhúsið eftirtektarverðum listrænum og rekstrarlegum árangri undir hennar stjórn. Hennar bíða stór verkefni hjá Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun. Kristín er fyrrverandi Borgarleikhússtjóri en hún tekur við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gegnt starfinu í tæpan áratug. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu og hefur hún störf þann fyrsta ágúst næstkomandi. Fyrsta mál á dagskrá hjá Kristínu í skólanum er að hlusta. „Ég er mjög þjónandi leiðtogi og mun fyrstu mánuðina einbeita mér alfarið að hlusta starfsmenn og nemendur skólans. Markmið mitt þessa fyrstu mánuði er bara einfaldlega að hlusta og komast á dýptina til að öðlast skilning og yfirsýn og ég bara brenn fyrir listum og skapandi greinum og trúi því að skapandi hugsun verði ein af lykilbreytum í viðfangsefnum framtíðarinnar. Listaháskólinn hefur alla burði til að geta verið leiðandi þar því í þessum skóla verður framtíð menningarinnar til,“ segir Kristín. Í janúar greindi fréttastofa frá því að skólagjöldin væru að sliga listnema. Kristín segir það vera eitt af þeim málum sem þurfi að skoða. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta sé skoðað. Þetta er auðvitað mikið jafnræðismál bara varðandi aðgengi að námi og skiptir miklu máli að það sé ákveðið sanngirni í þessu. Þannig þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun skoða með stjórn skólans og starfsfólki og fara í samtal um þetta.“ Kristín segir nýjar áherslur ávalt fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samráði við starfsfólk og nemendur. „Eins og ég sagði þá er mitt markmið fyrstu mánuðina að hlusta og öðlast skilning og þegar ég er búin að því þá í rauninni byrjar maður að framkvæma,“ segir Kristín sem er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu. Háskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Menning Tengdar fréttir Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Kristín er fyrrverandi Borgarleikhússtjóri en hún tekur við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gegnt starfinu í tæpan áratug. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu og hefur hún störf þann fyrsta ágúst næstkomandi. Fyrsta mál á dagskrá hjá Kristínu í skólanum er að hlusta. „Ég er mjög þjónandi leiðtogi og mun fyrstu mánuðina einbeita mér alfarið að hlusta starfsmenn og nemendur skólans. Markmið mitt þessa fyrstu mánuði er bara einfaldlega að hlusta og komast á dýptina til að öðlast skilning og yfirsýn og ég bara brenn fyrir listum og skapandi greinum og trúi því að skapandi hugsun verði ein af lykilbreytum í viðfangsefnum framtíðarinnar. Listaháskólinn hefur alla burði til að geta verið leiðandi þar því í þessum skóla verður framtíð menningarinnar til,“ segir Kristín. Í janúar greindi fréttastofa frá því að skólagjöldin væru að sliga listnema. Kristín segir það vera eitt af þeim málum sem þurfi að skoða. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta sé skoðað. Þetta er auðvitað mikið jafnræðismál bara varðandi aðgengi að námi og skiptir miklu máli að það sé ákveðið sanngirni í þessu. Þannig þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun skoða með stjórn skólans og starfsfólki og fara í samtal um þetta.“ Kristín segir nýjar áherslur ávalt fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samráði við starfsfólk og nemendur. „Eins og ég sagði þá er mitt markmið fyrstu mánuðina að hlusta og öðlast skilning og þegar ég er búin að því þá í rauninni byrjar maður að framkvæma,“ segir Kristín sem er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu.
Háskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Menning Tengdar fréttir Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Sjá meira
Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39
Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42