Nýtt afbrigði sem valdið hefur augnsýkingum ekki greinst hér á landi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 14:51 Guðrún segir að mikil fjölgun hafi orðið á smitum af völdum Arcturus í Indlandi en afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi. Vísir/Arnar Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með nýju undirafbrigði Ómíkrón XBB veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og heitir latneska heitinu Arcturus. Fjölgun augnsýkinga hefur verið tengd við afbrigðið í frásögnum á netinu. Sóttvarnarlæknir segir ekki að merkja fjölgun slíkra sýkinga í gögnum heilbrigðisyfirvalda. Afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi en tilfellum fer fjölgandi á alþjóðavísu og því megi búast við því. Afbrigðið hefur hlotið heitið XBB.1.16. af heilbrigðisyfirvöldum en einnig hlotið latneska heitið Arcturus sem upprunalega má finna í grísku og þýðir verndari, að því er fram kemur í umfjöllun LA Times. Afbrigðið fannst fyrst í Indlandi en hefur nú greinst í yfir tuttugu löndum. „Þetta tiltekna afbrigði Ómíkron XBB hefur ekki greinst hér en hins vegar er annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í svari við fyrirspurn Vísis. „XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd samkvæmt þeim upplýsingum sem fást frá raðgreiningum og þá má búast við því hingað,“ segir Guðrún. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga á samfélagsmiðlum Frásagnir af fjölgun augnsýkinga sem hluti af einkennum vegna afbrigðisins hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum. Vitnar LA Times meðal annars í Twitter færslu indverska læknisins Vipin M. Vashishtha. Hann segist hafa tekið eftir fjölgun augnsýkinga, þá sérstaklega í ungabörnum sem greinst hafi með afbrigðið. Guðrún segir í svörum við fyrirspurn Vísis að ekki hafi orðið vart við ný einkenni sem fylgi afbrigðinu, augnsýkingar hafi áður verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19 „Aftur á móti hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þar með talið ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16,“ segir Guðrún. „Bólga og roði í auga (tárubólga) er þekkt einkenni vegna Covid-19 (og margra annarra veirusýkinga) þó það sé ekki algengt einkenni og okkur er ekki kunnugt um að það sé algengara með þessu afbrigði frekar en öðrum.“ Smitum af völdum Arcturus hratt fjölgandi Í umfjöllun LA Times kemur fram að næstmesta fjölda Covid smita í Bandaríkjunum nú megi rekja til Arcturus afbrigðsins, eða 7,2 prósent miðað við upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í upphafi apríl mánaðar var fjöldi smita af völdum afbrigðisins 2,1 prósent af öllum smitum á meðan hið ríkjandi afbrigði XBB.1.5 ber ábyrgð á 78 prósentum nýrra smita vestanhafs. „Þetta er afbrigði sem við fylgjumst vel með,“ segir Maria Van Kerkhove hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í samtali við miðilinn. 1 til 3 prósent smitaðra hafi hingað til fengið einkenni líkt og augnsýkingu vegna Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59 „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Afbrigðið hefur hlotið heitið XBB.1.16. af heilbrigðisyfirvöldum en einnig hlotið latneska heitið Arcturus sem upprunalega má finna í grísku og þýðir verndari, að því er fram kemur í umfjöllun LA Times. Afbrigðið fannst fyrst í Indlandi en hefur nú greinst í yfir tuttugu löndum. „Þetta tiltekna afbrigði Ómíkron XBB hefur ekki greinst hér en hins vegar er annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í svari við fyrirspurn Vísis. „XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd samkvæmt þeim upplýsingum sem fást frá raðgreiningum og þá má búast við því hingað,“ segir Guðrún. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga á samfélagsmiðlum Frásagnir af fjölgun augnsýkinga sem hluti af einkennum vegna afbrigðisins hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum. Vitnar LA Times meðal annars í Twitter færslu indverska læknisins Vipin M. Vashishtha. Hann segist hafa tekið eftir fjölgun augnsýkinga, þá sérstaklega í ungabörnum sem greinst hafi með afbrigðið. Guðrún segir í svörum við fyrirspurn Vísis að ekki hafi orðið vart við ný einkenni sem fylgi afbrigðinu, augnsýkingar hafi áður verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19 „Aftur á móti hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þar með talið ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16,“ segir Guðrún. „Bólga og roði í auga (tárubólga) er þekkt einkenni vegna Covid-19 (og margra annarra veirusýkinga) þó það sé ekki algengt einkenni og okkur er ekki kunnugt um að það sé algengara með þessu afbrigði frekar en öðrum.“ Smitum af völdum Arcturus hratt fjölgandi Í umfjöllun LA Times kemur fram að næstmesta fjölda Covid smita í Bandaríkjunum nú megi rekja til Arcturus afbrigðsins, eða 7,2 prósent miðað við upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í upphafi apríl mánaðar var fjöldi smita af völdum afbrigðisins 2,1 prósent af öllum smitum á meðan hið ríkjandi afbrigði XBB.1.5 ber ábyrgð á 78 prósentum nýrra smita vestanhafs. „Þetta er afbrigði sem við fylgjumst vel með,“ segir Maria Van Kerkhove hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í samtali við miðilinn. 1 til 3 prósent smitaðra hafi hingað til fengið einkenni líkt og augnsýkingu vegna Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59 „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels