Innlent

Mennirnir úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Grímur Grímsson yfirlögregluþjón sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lögreglan telji sig vera búin að fá nokkuð skýra mynd af því sem gerðist.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjón sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lögreglan telji sig vera búin að fá nokkuð skýra mynd af því sem gerðist. Vísir/Arnar

Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 

Lögregla greinir frá því í tilkynningu að þeir muni sitja í gæsluvarðhaldi til 27. apríl næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekki verði frekari upplýsingar veittar að svo stöddu.

Fréttastofa greindi frá því í kvöld að til stæði að leiða Íslendingana fjóra fyrir dómara. Yfirheyrslum lauk í dag en mennirnir eru allir yngri en tuttugu ára. Fram hefur komið að engin tengsl virðast hafa verið milli sakborninga og þess látna, sem var pólskur karlmaður á þrítugsaldri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×