Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 07:38 Reykur rís yfir Khartoum í Súdan þar sem hörð átök geisa á milli stjórnarhersins sem er hliðhollur yfirmanni hersins og vopnaðrar sveitar sem seilist eftir völdum. AP/Maheen S Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni. Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað. Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés. Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag. Súdan Bandaríkin Djíbútí Eþíópía Joe Biden Tengdar fréttir Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni. Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað. Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés. Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag.
Súdan Bandaríkin Djíbútí Eþíópía Joe Biden Tengdar fréttir Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33