„Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 11:58 Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Vilhelm Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir. Aðeins einn sakborninganna fjögurra hefur náð átján ára aldri, en sá er vistaður í hefðbundið einangrunargæsluvarðhald á Hólmsheiði. Barnið sem er á Hólmsheiði er þar vegna plássleysis á Stuðlum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir meginregluna að börn vistist ekki í fangelsi. „Það hefur ekki áður komið upp að svo mörg börn sæti einangrun samkvæmt úrskurði dómara og þá er það aftur meginreglan að þau séu vistuð hjá barnaverndaryfirvöldum á Stuðlum. En við grípum inn í og aðstoðum þegar plássleysi háir þeim,“ segir Páll. Mikil áhersla sé lögð á að einangrun sé eins lítið íþyngjandi fyrir barn eins og mögulegt er. „Við gátum í þessu tilfelli tekið heila deild undir þennan einstakling. Þannig að hann er ekki lokaður inni á klefa sínum allan sólarhringinn, heldur hefur nokkuð gott aðgengi um stórt svæði.“ Viðkomandi hafi gott svæði til útivistar og að mörgu leyti gildi sömu reglur um hann og hefðbundna fanga, en hann hitti þó ekki aðra. Þar með sé rannsóknarhagsmunum ekki ógnað. „Engu að síður er rúmt um hann. Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð,“ segir Páll. Gerir ráð fyrir að lögregla leysi málið hratt Fjórmenningarnir hafa verið úrskurðaðir í einangrun til fimmtudagsins 27. apríl. „Ég geri ráð fyrir því að lögregla losi viðkomandi úr einangruninni eins fljótt og mögulegt er, eins og hún gerir jafnan í þessum tilfellum. Þau eru meðvituð um hversu alvarlegt inngrip svona einangrun er,“ segir Páll. Lögreglumál Fangelsismál Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Aðeins einn sakborninganna fjögurra hefur náð átján ára aldri, en sá er vistaður í hefðbundið einangrunargæsluvarðhald á Hólmsheiði. Barnið sem er á Hólmsheiði er þar vegna plássleysis á Stuðlum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir meginregluna að börn vistist ekki í fangelsi. „Það hefur ekki áður komið upp að svo mörg börn sæti einangrun samkvæmt úrskurði dómara og þá er það aftur meginreglan að þau séu vistuð hjá barnaverndaryfirvöldum á Stuðlum. En við grípum inn í og aðstoðum þegar plássleysi háir þeim,“ segir Páll. Mikil áhersla sé lögð á að einangrun sé eins lítið íþyngjandi fyrir barn eins og mögulegt er. „Við gátum í þessu tilfelli tekið heila deild undir þennan einstakling. Þannig að hann er ekki lokaður inni á klefa sínum allan sólarhringinn, heldur hefur nokkuð gott aðgengi um stórt svæði.“ Viðkomandi hafi gott svæði til útivistar og að mörgu leyti gildi sömu reglur um hann og hefðbundna fanga, en hann hitti þó ekki aðra. Þar með sé rannsóknarhagsmunum ekki ógnað. „Engu að síður er rúmt um hann. Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð,“ segir Páll. Gerir ráð fyrir að lögregla leysi málið hratt Fjórmenningarnir hafa verið úrskurðaðir í einangrun til fimmtudagsins 27. apríl. „Ég geri ráð fyrir því að lögregla losi viðkomandi úr einangruninni eins fljótt og mögulegt er, eins og hún gerir jafnan í þessum tilfellum. Þau eru meðvituð um hversu alvarlegt inngrip svona einangrun er,“ segir Páll.
Lögreglumál Fangelsismál Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48