Engin óvissa um afdrif laxfiska ofan Hvammsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 07:30 Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni. Til allrar hamingju er nú loksins farið að hlusta á andstöðu heimamanna við virkjanaáformin; fólk sem vill ekki sjá fagurt umhverfi sitt gjörspillast vegna einhvers konar framfærsluskyldu sem við finnum fyrir gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og rafmyntargröfurum. Okkur almenningi er talin trú um að það þurfi að virkja meira og meira til þess að við getum haldið áfram að rista brauð og ryksuga – og hlaða bílana okkar. Það hefur aldrei verið útskýrt af hverju er ekki ráðist í að afla orku til innlendrar starfsemi með því að segja upp óhagstæðustu leyniorkusamningunum við erlendu skattaskjólsfyrirtækin. Forsendan fyrir nauðsyn frekari virkjanaframkvæmda er þannig byggð á ósannindum. Það þarf ekki að virkja meira til að afla meiri orku hér á landi. Við erum nú þegar heimsmeistarar í orkuframleiðslu miðað við íbúafjölda. Það þarf bara að ráðstafa hinni virkjuðu orku öðru vísi og losa sig um leið undan áðurnefndri framfærsluskyldu. Það var alltaf ein af forsendunum fyrir því að leyft yrði að ráðast í Hvammsvirkjun að engin óvissa ríkti um afdrif villtra stofna laxfiska í ánni. Með laxfiskum er ekki eingöngu átt við lax heldur líka bleikju og sjóbirting sem gengur upp ána til hrygningar – sömu fiskarnir ár eftir ár. Í Þjórsá er langstærsti villti laxastofn landsins og það er mikilvægt fyrir alla náttúruvernd við Norður Atlantshaf að hlúa að slíkum stofni – ekki síst eins og nú er komið með þeirri yfirþyrmandi ógn sem að villtum laxastofnum stafar frá opnu sjókvíaeldi á norskættum eldislaxi hér við land. Í Kveiksþættinum var talað eins og Landsvirkjun byggi yfir galdralausnum til að forða hruni þeirra villtu laxfiska sem ganga upp á svæðið fyrir ofan fyrirhugaða virkjun – þótt fyrir liggi að sjóbirtingurinn muni tortímast enda forðast Landsvirkjun að nefna hann á nafn. Mikil afföll eru einnig fyrirsjáanleg á laxinum, hvað sem forstjóri Landsvirkjunar segir í sjónvarpinu. Til þess að fá óháð og faglegt utanaðkomandi mat á hugmyndum Landsvirkjunar um laxastiga og seiðafleytur í kringum Hvammsvirkjun leituðum við í Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) á sínum tíma til þeirrar stofnunar sem hefur vaktað árangur af sambærilegum aðgerðum í Columbia ánni í Bandaríkjunum, Fish Passage Center í Portland, Oregon. Stofnunin sendi okkur ellefu blaðsíðna greinargerð 20. janúar 2016 þar sem það var rakið lið fyrir lið að engin af fyrirhuguðum aðgerðum í kringum Hvammsvirkjun muni virka með þeim hætti sem Landsvirkjun lætur sig dreyma um. Ekkert hefur breyst frá þeim tíma sem haggar þeirri niðurstöðu. Bréf stofnunarinnar, ásamt fleiri fylgigögnum, má finna með umsögn Orra heitins Vigfússonar til verkefnastjórnar rammaáætlunar: https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016/umsogn/306 Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir fagurgala og draumórum um sælutíð laxfiska í stigum og seiðafleytum Hvammsvirkjunar — eða faglegu mati rannsóknarstofnunar sem fæst ekki við neitt annað en að taka út og fylgjast með árangursleysi slíkra björgunar- og mótvægisaðgerða í kringum virkjanir í öðrum löndum. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að sérfræðingum Fish Passage Center er betur treystandi í þessu efni en áróðursdeild Landsvirkjunar. Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni. Til allrar hamingju er nú loksins farið að hlusta á andstöðu heimamanna við virkjanaáformin; fólk sem vill ekki sjá fagurt umhverfi sitt gjörspillast vegna einhvers konar framfærsluskyldu sem við finnum fyrir gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og rafmyntargröfurum. Okkur almenningi er talin trú um að það þurfi að virkja meira og meira til þess að við getum haldið áfram að rista brauð og ryksuga – og hlaða bílana okkar. Það hefur aldrei verið útskýrt af hverju er ekki ráðist í að afla orku til innlendrar starfsemi með því að segja upp óhagstæðustu leyniorkusamningunum við erlendu skattaskjólsfyrirtækin. Forsendan fyrir nauðsyn frekari virkjanaframkvæmda er þannig byggð á ósannindum. Það þarf ekki að virkja meira til að afla meiri orku hér á landi. Við erum nú þegar heimsmeistarar í orkuframleiðslu miðað við íbúafjölda. Það þarf bara að ráðstafa hinni virkjuðu orku öðru vísi og losa sig um leið undan áðurnefndri framfærsluskyldu. Það var alltaf ein af forsendunum fyrir því að leyft yrði að ráðast í Hvammsvirkjun að engin óvissa ríkti um afdrif villtra stofna laxfiska í ánni. Með laxfiskum er ekki eingöngu átt við lax heldur líka bleikju og sjóbirting sem gengur upp ána til hrygningar – sömu fiskarnir ár eftir ár. Í Þjórsá er langstærsti villti laxastofn landsins og það er mikilvægt fyrir alla náttúruvernd við Norður Atlantshaf að hlúa að slíkum stofni – ekki síst eins og nú er komið með þeirri yfirþyrmandi ógn sem að villtum laxastofnum stafar frá opnu sjókvíaeldi á norskættum eldislaxi hér við land. Í Kveiksþættinum var talað eins og Landsvirkjun byggi yfir galdralausnum til að forða hruni þeirra villtu laxfiska sem ganga upp á svæðið fyrir ofan fyrirhugaða virkjun – þótt fyrir liggi að sjóbirtingurinn muni tortímast enda forðast Landsvirkjun að nefna hann á nafn. Mikil afföll eru einnig fyrirsjáanleg á laxinum, hvað sem forstjóri Landsvirkjunar segir í sjónvarpinu. Til þess að fá óháð og faglegt utanaðkomandi mat á hugmyndum Landsvirkjunar um laxastiga og seiðafleytur í kringum Hvammsvirkjun leituðum við í Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) á sínum tíma til þeirrar stofnunar sem hefur vaktað árangur af sambærilegum aðgerðum í Columbia ánni í Bandaríkjunum, Fish Passage Center í Portland, Oregon. Stofnunin sendi okkur ellefu blaðsíðna greinargerð 20. janúar 2016 þar sem það var rakið lið fyrir lið að engin af fyrirhuguðum aðgerðum í kringum Hvammsvirkjun muni virka með þeim hætti sem Landsvirkjun lætur sig dreyma um. Ekkert hefur breyst frá þeim tíma sem haggar þeirri niðurstöðu. Bréf stofnunarinnar, ásamt fleiri fylgigögnum, má finna með umsögn Orra heitins Vigfússonar til verkefnastjórnar rammaáætlunar: https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016/umsogn/306 Fólki er í sjálfsvald sett hvort það trúir fagurgala og draumórum um sælutíð laxfiska í stigum og seiðafleytum Hvammsvirkjunar — eða faglegu mati rannsóknarstofnunar sem fæst ekki við neitt annað en að taka út og fylgjast með árangursleysi slíkra björgunar- og mótvægisaðgerða í kringum virkjanir í öðrum löndum. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um að sérfræðingum Fish Passage Center er betur treystandi í þessu efni en áróðursdeild Landsvirkjunar. Höfundur er íslenskufræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun