„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 07:30 Erik ten Hag ræðir við Victor Lindelöf og Antony. James Williamson/Getty Images Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. Eftir afhroð í Andalúsíu á fimmtudag þar sem Man United var sparkað út úr Evrópudeildinni af spænsku liði sem er töluvert lakara en þau þrjú sem lærisveinar Ten Hag þurftu að fara í gegnum til að komast í 8-liða úrslit keppninnar þá var hollenski þjálfarinn ánægður með sigurinn gegn Brighton. „Leikurinn gegn Sevilla var sá versti á tímabilinu, því verður ekki breytt en við getum lært eitthvað af honum og nýtt það þegar fram líða stundir. Það sem við höfum sýnt hér er að við getum höndlað að áfall og komið til baka þó það sé stutt á milli leikja. Nú þurfum við að bæta okkur í að koma til baka í leikjum, í erfiðum aðstæðum á útivöllum. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Þó við höfum spilað illa á fimmtudagskvöld þá voru tækifæri til að koma til baka í þeim leik og komast inn í einvígið á nýjan leik. Ef þú getur komið til baka þremur dögum eftir ósigur þá getur þú gert það á meðan leik stendur. Þetta snýst um að hafa stjórn á tilfinningum sínum, standa saman og snúa leiknum við.“ „Við erum líkamlega og andlega sterkir, við sýndum karakter og persónuleika. Ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt. Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik.“ Ten Hag hrósaði nokkrum af leikmönnum sínum. Þar á meðal David De Gea fyrir fína frammistöðu eftir skelfileg mistök gegn Sevilla. Þá hrósaði hann Marcus Rashford og Jadon Sancho fyrir að stíga upp í vítaspyrnukeppninni. David de Gea redeemed himself by shutting out Brighton to send Man United to the FA Cup Final, just three days after his horror show in Seville @ChrisWheelerDMhttps://t.co/bLW0ckimG2— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2023 „De Gea spilaði frábærlega í leiknum, bæði með og án bolta. Átti nokkrar magnaðar markvörslur eins og svo oft áður á leiktíðinni. Við höfum haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni og gerðum það aftur í dag. Við vorum svo staðráðnir í að vinna og börðumst fyrir því. Við vorum skipulagðir, þeir fengu færi en við fengum einnig okkar færi.“ „Marcus og Jadon líður vel á vítapunktinum. Þeir höndluðu þetta vel. Ég held þetta muni hjálpa þeim í framtíðinni. Þeir hikuðu aldrei því þeir eru mjög góðir í að taka vítaspyrnur.“ Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 „Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Eftir afhroð í Andalúsíu á fimmtudag þar sem Man United var sparkað út úr Evrópudeildinni af spænsku liði sem er töluvert lakara en þau þrjú sem lærisveinar Ten Hag þurftu að fara í gegnum til að komast í 8-liða úrslit keppninnar þá var hollenski þjálfarinn ánægður með sigurinn gegn Brighton. „Leikurinn gegn Sevilla var sá versti á tímabilinu, því verður ekki breytt en við getum lært eitthvað af honum og nýtt það þegar fram líða stundir. Það sem við höfum sýnt hér er að við getum höndlað að áfall og komið til baka þó það sé stutt á milli leikja. Nú þurfum við að bæta okkur í að koma til baka í leikjum, í erfiðum aðstæðum á útivöllum. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Þó við höfum spilað illa á fimmtudagskvöld þá voru tækifæri til að koma til baka í þeim leik og komast inn í einvígið á nýjan leik. Ef þú getur komið til baka þremur dögum eftir ósigur þá getur þú gert það á meðan leik stendur. Þetta snýst um að hafa stjórn á tilfinningum sínum, standa saman og snúa leiknum við.“ „Við erum líkamlega og andlega sterkir, við sýndum karakter og persónuleika. Ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt. Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik.“ Ten Hag hrósaði nokkrum af leikmönnum sínum. Þar á meðal David De Gea fyrir fína frammistöðu eftir skelfileg mistök gegn Sevilla. Þá hrósaði hann Marcus Rashford og Jadon Sancho fyrir að stíga upp í vítaspyrnukeppninni. David de Gea redeemed himself by shutting out Brighton to send Man United to the FA Cup Final, just three days after his horror show in Seville @ChrisWheelerDMhttps://t.co/bLW0ckimG2— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2023 „De Gea spilaði frábærlega í leiknum, bæði með og án bolta. Átti nokkrar magnaðar markvörslur eins og svo oft áður á leiktíðinni. Við höfum haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni og gerðum það aftur í dag. Við vorum svo staðráðnir í að vinna og börðumst fyrir því. Við vorum skipulagðir, þeir fengu færi en við fengum einnig okkar færi.“ „Marcus og Jadon líður vel á vítapunktinum. Þeir höndluðu þetta vel. Ég held þetta muni hjálpa þeim í framtíðinni. Þeir hikuðu aldrei því þeir eru mjög góðir í að taka vítaspyrnur.“ Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 „Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00
„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01