Tucker Carlson hættur hjá Fox News Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2023 16:00 Tucker Carlson hefur verið í aðalhlutverki hjá Fox News undanfarin ár. Hann hverfur nú af skjánum, í bili hið minnsta. Getty/Jason Koerner Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. Þar segir að Fox og Carlson hafi komist að samkomulagi þess efnis að leiðir þeirra skilji. Síðasti þáttur hans hafi verið sá sem fór í loftið þann 21. apríl. Hinir og þessir muni fylla í skarðið þar til staðgengill finnst í sæti Carlson. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Fox samþykkti að greiða Dominion, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar, jafnvirði 107 milljarða króna í skaðabætur vegna ósanninda sem haldið var fram á Fox um búnað Dominion eftir forsetakosningarnar 2020. Í stefnu sinni sögðu forvarsmenn Dominion að fyrirtækið hefði boðið mikinn skaða með fullyrðingum á Fox þess efnis að kosningavélar Dominion hefðu verið stilltar til að vinna gegn Donald Trump, þáverandi forseta. Trump beið lægri hlut í kosningunum gegn Joe Biden, fulltrúa Demókrata. Í dómskjölum í málinu kom fram að Carlson hefði í skilaboðum og tölvupóstum talað illa um Donald Trump við vini og samstarfsmenn. Í eitt skipti sagðist hann hata Trump út af lífinu. Í sjónvarpsþáttum sínum hefur hann þó ítrekað lofað Trump og meðal annars kallað hann besta forseta Bandaríkjanna. Frétt BBC. Fjölmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. 18. apríl 2023 20:22 Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. 17. apríl 2023 07:42 Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Þar segir að Fox og Carlson hafi komist að samkomulagi þess efnis að leiðir þeirra skilji. Síðasti þáttur hans hafi verið sá sem fór í loftið þann 21. apríl. Hinir og þessir muni fylla í skarðið þar til staðgengill finnst í sæti Carlson. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Fox samþykkti að greiða Dominion, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar, jafnvirði 107 milljarða króna í skaðabætur vegna ósanninda sem haldið var fram á Fox um búnað Dominion eftir forsetakosningarnar 2020. Í stefnu sinni sögðu forvarsmenn Dominion að fyrirtækið hefði boðið mikinn skaða með fullyrðingum á Fox þess efnis að kosningavélar Dominion hefðu verið stilltar til að vinna gegn Donald Trump, þáverandi forseta. Trump beið lægri hlut í kosningunum gegn Joe Biden, fulltrúa Demókrata. Í dómskjölum í málinu kom fram að Carlson hefði í skilaboðum og tölvupóstum talað illa um Donald Trump við vini og samstarfsmenn. Í eitt skipti sagðist hann hata Trump út af lífinu. Í sjónvarpsþáttum sínum hefur hann þó ítrekað lofað Trump og meðal annars kallað hann besta forseta Bandaríkjanna. Frétt BBC.
Fjölmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. 18. apríl 2023 20:22 Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. 17. apríl 2023 07:42 Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. 18. apríl 2023 20:22
Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. 17. apríl 2023 07:42
Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01