„Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2023 19:31 Sendiherra Póllands á Íslandi hefur verið í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna. Vísir/Sigurjón Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, er í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna og hitti hana síðast í dag. Móðir hans og systir búa á Íslandi en bróðir hans og tveggja ára dóttir búa í Póllandi. Hinn látni flutti hingað til lands til að afla sér tekna til að geta séð fyrir dóttur sinni. Hér að neðan er hægt að horfa á fréttir Stöðvar 2 um málið en athugið að staða ungmennanna fjögurra hefur breyst frá því fréttin fór í loftið. Nýjasta í málinu er að sautján ára stúlka, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Allir eru mjög slegnir yfir þessu. Ekki aðeins fjölskyldan. Þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi og enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi. Ein af ástæðunum fyrir því að Pólverjar koma til Íslands er að landið telst öruggt,“ bendir sendiherrann á. Pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli vegna málsins. „Við erum næstum því 30 þúsund og þetta var áfall fyrir okkur. Við bíðum eftir lokaniðurstöðu lögreglunnar. Mikilvægast er að vita ástæðu glæpsins. Ég legg áherslu á að aðförin var hrottafengin og þess ber að geta að manndrápið var tekið upp á myndband,“ segir Pokruszyński. Málið allt sé hryllilegt. Pokruszyński vildi ekki fullyrða að Pólverjar á Íslandi óttuðust um öryggi sitt. „En auðvitað eftir svona merki um hatur þá held ég að við munum eflaust vera mun skynsamlegri eftir þennan harmleik.“ Tekið skal fram að lögregluyfirvöld hafa meðal annars sagt í yfirlýsingu að hingað til bendi ekkert til þess að þjóðerni þess látna hafi haft með málið að gera. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Innflytjendamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, er í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna og hitti hana síðast í dag. Móðir hans og systir búa á Íslandi en bróðir hans og tveggja ára dóttir búa í Póllandi. Hinn látni flutti hingað til lands til að afla sér tekna til að geta séð fyrir dóttur sinni. Hér að neðan er hægt að horfa á fréttir Stöðvar 2 um málið en athugið að staða ungmennanna fjögurra hefur breyst frá því fréttin fór í loftið. Nýjasta í málinu er að sautján ára stúlka, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Allir eru mjög slegnir yfir þessu. Ekki aðeins fjölskyldan. Þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi og enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi. Ein af ástæðunum fyrir því að Pólverjar koma til Íslands er að landið telst öruggt,“ bendir sendiherrann á. Pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli vegna málsins. „Við erum næstum því 30 þúsund og þetta var áfall fyrir okkur. Við bíðum eftir lokaniðurstöðu lögreglunnar. Mikilvægast er að vita ástæðu glæpsins. Ég legg áherslu á að aðförin var hrottafengin og þess ber að geta að manndrápið var tekið upp á myndband,“ segir Pokruszyński. Málið allt sé hryllilegt. Pokruszyński vildi ekki fullyrða að Pólverjar á Íslandi óttuðust um öryggi sitt. „En auðvitað eftir svona merki um hatur þá held ég að við munum eflaust vera mun skynsamlegri eftir þennan harmleik.“ Tekið skal fram að lögregluyfirvöld hafa meðal annars sagt í yfirlýsingu að hingað til bendi ekkert til þess að þjóðerni þess látna hafi haft með málið að gera.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Innflytjendamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10