Biden sækist formlega eftir endurkjöri Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 10:29 Joe Biden vill vera forseti Bandaríkjanna í fjögur ár til viðbótar. AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann sækist formlega eftir endurkjöri í kosningum á næsta ári. Hann biður kjósendur um að gefa honum meiri tíma til að ljúka verkefninu sem hann hóf þegar hann tók við embætti fyrir rúmum tveimur árum. „Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
„Ég sagði að við værum í baráttu um sál Bandaríkjanna og við erum það ennþá. Spurning sem við stöndum frammi fyrir er hvort við höfum meira eða minna frelsi á næstu árum. Fleiri réttindi eða færri,“ sagði Biden í þriggja mínútna myndbandi sem hann birti í morgun. Every generation has a moment where they have had to stand up for democracy. To stand up for their fundamental freedoms. I believe this is ours.That s why I m running for reelection as President of the United States. Join us. Let s finish the job. https://t.co/V9Mzpw8Sqy pic.twitter.com/Y4NXR6B8ly— Joe Biden (@JoeBiden) April 25, 2023 Biden er elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Nái hann endurkjöri árið 2024 yrði hann 86 ára gamall við lok seinna kjörtímabils síns. Hann hefur sagt áhyggjur kjósenda Demókrataflokksins af aldri sínum algerlega lögmætar. Hann ræddi aldur sinn þó ekki í framboðsmyndbandinu. AP-fréttastofan segir að framboð Biden ætli að leggja áherslu á afrek hans í embætti. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á fyrstu tvö ár hans í embætti en hann hefur komið í gegn nokkrum stórum málum. Þar á meðal er meiriháttar innviðauppbygging sem þingmenn beggja flokka greiddu atkvæði með og umfangsmestu loftslagsaðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur ráðist í. Forsetinn kemst ekki lengra með meiriháttar stefnumál það sem eftir er kjörtímabilinu þar sem repúblikanar fara nú með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Á öðru kjörtímabili vill Biden koma í gegn fleiri málum, þar á meðal banni við árásarrifflum, verðlækkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum og lögfestingu á rétti til þungunarrofs. Þröng staða í könnunum en óvenjugóður árangur í þingkosningum Biden vann góðan sigur á Donald Trump í forsetakosningunum árið 2020. Hann varð meðal annars fyrsti demókratinn til þess að vinna sigur í Georgíu í 28 ár og í Arizona í 24 ár. Á kjörtímabilinu hefur stuðningur við Biden þó verið sambærilegur við Trump. Um þessar mundir hafa rúm 42 prósent velþóknun á störfum hans en tæp 53 prósent vanþóknun samkvæmt kosningaspásíðunni Five Thirty Eight. Þrátt fyrir það kom Demókrataflokkurinn mun betur út úr þingkosningum á miðju kjörtímabilinu í haust en búist var við. Þekkt lögmál bandarískra stjórnmála er að flokkur forseta tapi í slíkum kosningum, oft stórt. Repúblikanar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en mun þrengri en lengi var útlit fyrir. Demókratar bættu við sig þingmönnum í öldungadeildinni. Margir stjórnmálaskýrendur röktu það til áframhaldandi samsæriskenninga Donalds Trump og bandamanna hans um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur gegn Biden árið 2020. Stór hluti frambjóðenda repúblikana í þingkosningunum í fyrra hélt slíkum málflutningi á lofti.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira