Segir að Íslendingar elski að vera naktir í náttúrunni Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 22:40 Rainn Wilson kom hingað til lands síðasta sumar og segist hafa lært heilmikið í þeirri ferð. Getty/Theo Wargo Bandaríski leikarinn Rainn Wilson var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær. Þar ræddi hann meðal annars um ferð sína hingað til lands í tengslum við gerð nýrra sjónvarpsþátta. Hann sagði meðal annars að Íslendingar væru í miklum tengslum við náttúruna og að þeir elski að vera naktir í henni. „Við erum með fullt af frægu fólki sem ferðast um heiminn að smakka góðan mat en ég er að ferðast um heiminn og leita að hamingjunni,“ sagði Wilson um nýju sjónvarpsþættina sem nefnast Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Fallon spurði þá Wilson hvert hann hafi ferðast við gerð þáttanna og Wilson sagðist meðal annars hafa farið til Íslands. „Hvað lærðirðu á Íslandi?“ spurði Fallon þá. Wilson sagði þá að íslenska þjóðin væri ein sú hamingjusamasta í heimi. „Hygge,“ sagði Fallon í kjölfarið og opinberaði þar með þekkingarleysi sitt á tungumálum Norðurlandanna. Wilson var þó skarpari og sagði að hugtakið „hygge“ væri í raun danskt - eða að minnsta kosti frá einhverju öðru landi í Skandinavíu. Eftir það fór Wilson yfir kynni sín af íslensku þjóðinni: „Íslendingar eru með magnaða tengingu við náttúruna og þeir elska að vera í náttúrunni. Þeir elska að vera naktir í náttúrunni.“ Þá sagði Wilson að „enginn á Íslandi“ trúi á guð. „En áttatíu prósent þeirra trúa á álfa, í alvörunni. Þau trúa á litlar dularfullar skógarverur og þau eru mjög hamingjusöm. Ég lærði fullt.“ Eftir það var sýnt brot úr þætti Wilson þar sem hann fer til Íslands. Brotið er í lok viðtalsins sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Íslandsvinir Hollywood Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
„Við erum með fullt af frægu fólki sem ferðast um heiminn að smakka góðan mat en ég er að ferðast um heiminn og leita að hamingjunni,“ sagði Wilson um nýju sjónvarpsþættina sem nefnast Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Fallon spurði þá Wilson hvert hann hafi ferðast við gerð þáttanna og Wilson sagðist meðal annars hafa farið til Íslands. „Hvað lærðirðu á Íslandi?“ spurði Fallon þá. Wilson sagði þá að íslenska þjóðin væri ein sú hamingjusamasta í heimi. „Hygge,“ sagði Fallon í kjölfarið og opinberaði þar með þekkingarleysi sitt á tungumálum Norðurlandanna. Wilson var þó skarpari og sagði að hugtakið „hygge“ væri í raun danskt - eða að minnsta kosti frá einhverju öðru landi í Skandinavíu. Eftir það fór Wilson yfir kynni sín af íslensku þjóðinni: „Íslendingar eru með magnaða tengingu við náttúruna og þeir elska að vera í náttúrunni. Þeir elska að vera naktir í náttúrunni.“ Þá sagði Wilson að „enginn á Íslandi“ trúi á guð. „En áttatíu prósent þeirra trúa á álfa, í alvörunni. Þau trúa á litlar dularfullar skógarverur og þau eru mjög hamingjusöm. Ég lærði fullt.“ Eftir það var sýnt brot úr þætti Wilson þar sem hann fer til Íslands. Brotið er í lok viðtalsins sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Íslandsvinir Hollywood Ferðalög Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira