Barcelona búið að redda sér 226 milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:02 Leikmenn Barcelona fagna ekki mörkum á Spotify Camp Nou á næsta tímabili því völlurinn fer þá í gegnum enduruppbyggingu. Getty/ Alex Caparros Slæm fjárhagsstaða Barcelona hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Fyrst hafði félagið ekki efni á að semja við Lionel Messi, þá hefur gengið illa að fá keppnisleyfi fyrir leikmenn og skuldastaðan er mjög slæm. Engu að síður hafa forráðamenn Barcelona nú gefið það út að þeir hafi náð að tryggja sér 1,5 milljarða evra frá ýmsum fjárfestum til að fjármagna enduruppbygginu Nývangs sem heitir nú Spotify Camp Nou. Þetta gerir 226 milljarða í íslenskum krónum sem verður nú að teljast vera vel gert hjá félagi sem glímir við þessa miklu fjárhagserfiðleika. Barcelona have secured almost 1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 pic.twitter.com/3uV41HvAN7— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023 Peningarnir koma frá fjárfestum úr öllum áttum en alls eru tuttugu sem taka þátt í þessum verkefni með Barcelona. Félagið ætlar að endurnýja hinn fornfræga leikvang sinn og búa til stórglæsilegan leikvang sem tekur 99 þúsund manns í sæti. Í leiðinni mun svæðið í kring vera tekið algjörlega í gegn en fyrirmyndin er örugglega nýjustu íþróttaleikvangarnir í Bandaríkjunum. Hverfið mun síðan gefa tækifæri til að efla innkomu félagsins til mikilla muna. Félagið tók það líka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að engar eignir félagsins hafi verið notaðar sem trygging og þá var heldur ekki tekið veð í mannvirkinu. Félagið ætlar að greiða fjárfestunum til baka á fimm, sjö, níu, tuttugu og 24 árum og hefur náð samkomulagi um sveigjanlegt uppgjör. Félagið mun byrja að greiða fjárfestunum til baka um leið og framkvæmdunum við leikvanginn lýkur. Barcelona secure 1.5bn in funds to begin Camp Nou remodel - ESPN Australia https://t.co/57N0gcMmon #Sydney #sports #health #mma— (@PressReview99) April 25, 2023 Það kom fram að meðal fjárfestar voru fyrirtæki eins og Goldman Sachs, JP Morgan, JLL, Perez-Llorca, DLA Piper, Key Capital Partners, Legends og IPG 360. Framkvæmdir eru hafnar en Barcelona mun spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum á meðan þær eru í gangi eða frá og með næsta tímabili. Sá völlur tekur þó bara fimmtíu þúsund manns og er í Montjuic hverfi borgarinnar. Barcelona vonast til að komast aftur til baka á Nývang fyrir nóvember 2024 en félagið heldur þá upp á 125 ára afmælið. Vinna á svæðinu mun hins vegar vera í gangi til ársins 2026. Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Sjá meira
Engu að síður hafa forráðamenn Barcelona nú gefið það út að þeir hafi náð að tryggja sér 1,5 milljarða evra frá ýmsum fjárfestum til að fjármagna enduruppbygginu Nývangs sem heitir nú Spotify Camp Nou. Þetta gerir 226 milljarða í íslenskum krónum sem verður nú að teljast vera vel gert hjá félagi sem glímir við þessa miklu fjárhagserfiðleika. Barcelona have secured almost 1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 pic.twitter.com/3uV41HvAN7— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023 Peningarnir koma frá fjárfestum úr öllum áttum en alls eru tuttugu sem taka þátt í þessum verkefni með Barcelona. Félagið ætlar að endurnýja hinn fornfræga leikvang sinn og búa til stórglæsilegan leikvang sem tekur 99 þúsund manns í sæti. Í leiðinni mun svæðið í kring vera tekið algjörlega í gegn en fyrirmyndin er örugglega nýjustu íþróttaleikvangarnir í Bandaríkjunum. Hverfið mun síðan gefa tækifæri til að efla innkomu félagsins til mikilla muna. Félagið tók það líka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að engar eignir félagsins hafi verið notaðar sem trygging og þá var heldur ekki tekið veð í mannvirkinu. Félagið ætlar að greiða fjárfestunum til baka á fimm, sjö, níu, tuttugu og 24 árum og hefur náð samkomulagi um sveigjanlegt uppgjör. Félagið mun byrja að greiða fjárfestunum til baka um leið og framkvæmdunum við leikvanginn lýkur. Barcelona secure 1.5bn in funds to begin Camp Nou remodel - ESPN Australia https://t.co/57N0gcMmon #Sydney #sports #health #mma— (@PressReview99) April 25, 2023 Það kom fram að meðal fjárfestar voru fyrirtæki eins og Goldman Sachs, JP Morgan, JLL, Perez-Llorca, DLA Piper, Key Capital Partners, Legends og IPG 360. Framkvæmdir eru hafnar en Barcelona mun spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum á meðan þær eru í gangi eða frá og með næsta tímabili. Sá völlur tekur þó bara fimmtíu þúsund manns og er í Montjuic hverfi borgarinnar. Barcelona vonast til að komast aftur til baka á Nývang fyrir nóvember 2024 en félagið heldur þá upp á 125 ára afmælið. Vinna á svæðinu mun hins vegar vera í gangi til ársins 2026.
Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Sjá meira