Japanir í baráttu gegn veiðiþjófnaði á sæbjúgum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 11:38 Til eru margar tegundir af sæbjúgum og sums staðar eru þær ræktaðar. Getty Lögregluyfirvöld í Japan hafa handtekið fimm einstaklinga í tengslum við þjófnað á um það bil 600 kílóum af sæbjúgum. Sæbjúgun eru heldur ófrýnileg en þykja hið mesta lostæti og hafa vakið athygli skipulagðra glæpahópa í landinu. Mennirnir voru staðnir að verki á hafsvæði undan Fukuoka en staðarmiðlar segja um að ræða umfangsmesta veiðiþjófnað á sæbjúgum síðan glæpahópar hófu að ásækjast skepnurnar fyrir nokkrum árum. Sæbjúgun eru auðveld veiði og auðseljanleg, ekki síst vegna eftirspurnar frá veitingastöðum í Kína og Hong Kong, þar sem þau eru kölluð „svartir demantar“. Stjórnvöld í Japan hertu löggjöfina gegn veiðiþjófnaði og viðskiptum með ólöglega veidd sæbjúgu árið 2018 og eiga hinir grunuðu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða allt að 30 milljón króna sekt. Viðurlögin virðast hins vegar ekki hafa haft tilætlaðan fælingarmátt á glæpahópa, sem hafa leitað ýmissa ráða til að afla fjár vegna fækkandi tekjulinda og minnkandi meðlimafjölda. Tveir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að veiðunum en einn er sagður framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis í sjávarútvegi. Andvirði fengsins er sagt nema um tveimur milljónum króna. Heilt á litið hefur löglega veitt magn sæbjúga dregist saman úr 10.300 tonnum árið 2006 í 6.100 tonn árið 2020 og ástæðan er sögð ólöglegar veiðar. Árið 2020 voru tíu handteknir á Hokkaido fyrir að hafa kafað ólöglega eftir sæbjúgum. Umræddir einstaklingar voru síðar tengdir við Yamaguchi-gumi, öflugustu mafíu Japan. Umfjöllun Guardian. Japan Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Mennirnir voru staðnir að verki á hafsvæði undan Fukuoka en staðarmiðlar segja um að ræða umfangsmesta veiðiþjófnað á sæbjúgum síðan glæpahópar hófu að ásækjast skepnurnar fyrir nokkrum árum. Sæbjúgun eru auðveld veiði og auðseljanleg, ekki síst vegna eftirspurnar frá veitingastöðum í Kína og Hong Kong, þar sem þau eru kölluð „svartir demantar“. Stjórnvöld í Japan hertu löggjöfina gegn veiðiþjófnaði og viðskiptum með ólöglega veidd sæbjúgu árið 2018 og eiga hinir grunuðu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða allt að 30 milljón króna sekt. Viðurlögin virðast hins vegar ekki hafa haft tilætlaðan fælingarmátt á glæpahópa, sem hafa leitað ýmissa ráða til að afla fjár vegna fækkandi tekjulinda og minnkandi meðlimafjölda. Tveir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að veiðunum en einn er sagður framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis í sjávarútvegi. Andvirði fengsins er sagt nema um tveimur milljónum króna. Heilt á litið hefur löglega veitt magn sæbjúga dregist saman úr 10.300 tonnum árið 2006 í 6.100 tonn árið 2020 og ástæðan er sögð ólöglegar veiðar. Árið 2020 voru tíu handteknir á Hokkaido fyrir að hafa kafað ólöglega eftir sæbjúgum. Umræddir einstaklingar voru síðar tengdir við Yamaguchi-gumi, öflugustu mafíu Japan. Umfjöllun Guardian.
Japan Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira