Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 18:27 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis. Aðsend Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32