Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 22:04 Josef var í fyrrasumar dæmdur fyrir þáttöku sína í helförinni. MICHELE TANTUSSI/AP Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. Schütz var dæmdur í fimm ára fangelsi en hafði ekki hafið afplánun vegna biðar eftir að áfrýjunardómstóll í Þýskalandi tæki áfrýjunarbeiðni hans fyrir. Schütz hafði ávallt tekið fyrir að hafa verið SS-liði í fangabúðunum. Hann var sakfelldur fyrir að aðstoða við að myrða 3.518 manns. Hann var þá einnig fundinn sekur fyrir að hafa aðstoðað við að skjóta sovéska stríðsfanga til bana og fyrir að hafa aðstoðað við að myrða aðra með Zyklon B gasi. Tugir þúsunda létust í Sachsenhausen á tímum síðari heimstyrjaldar úr hungri, vinnuþrælkun, tilraunum og enn fleiri voru myrtir af SS-sveitunum. Fleiri en 200 þúsund var haldið föngum í búðunum, þar á meðal pólitískum föngum, gyðingum og Rómafólk. Schütz sýndi aldrei iðrun á meðan á málaferlum stóð og sagði hann meðal annars fyrir dómi: „Ég veit ekki hvers vegna ég sit hér í syndatunnunni. Ég hafði ekkert með þetta að gera.“ Þrátt fyrir að nafn hans og persónuupplýsingar hafi verið skráðar á skírteini SS-fangavarðar í búðunum sagðist hann aldrei hafa komið þangað og á stríðstímum starfað á bóndabæjum. Þýskaland hefur undanfarin ár leitt fyrrverandi nasista fyrir dóm eftir að fordæmisgefandi dómur féll árið 2011. Þá var SS-liðinn John Demjanjuk dæmdur fyrir glæpi sína á stríðsárunum. Í kjölfarð fór af stað mikil leit að stríðsglæpamönnum frá tímum nasismans í Þýskalandi. Árið 2015 var Oskar Gröning, oft kallaður bókasafnsvörður Auschwitz, dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Líkt og Schülz sat hann aldrei í fangelsi vegna fjölda áfrýjana þar til hann lést árið 2018. Síðastliðinn desember varð hin 97 ára gamla Irmgard Furchner fyrsta konan til að vera dregin fyrir dóm í tengslum við glæpi á tímum síðari heimstyrjaldar í marga áratugi. Hún var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að myrða 10.500 í útrýmingarbúðunum í Stutthof, nærri pólsku borginni Gdansk, sem þá hét Danzig. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45 Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50 Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Schütz var dæmdur í fimm ára fangelsi en hafði ekki hafið afplánun vegna biðar eftir að áfrýjunardómstóll í Þýskalandi tæki áfrýjunarbeiðni hans fyrir. Schütz hafði ávallt tekið fyrir að hafa verið SS-liði í fangabúðunum. Hann var sakfelldur fyrir að aðstoða við að myrða 3.518 manns. Hann var þá einnig fundinn sekur fyrir að hafa aðstoðað við að skjóta sovéska stríðsfanga til bana og fyrir að hafa aðstoðað við að myrða aðra með Zyklon B gasi. Tugir þúsunda létust í Sachsenhausen á tímum síðari heimstyrjaldar úr hungri, vinnuþrælkun, tilraunum og enn fleiri voru myrtir af SS-sveitunum. Fleiri en 200 þúsund var haldið föngum í búðunum, þar á meðal pólitískum föngum, gyðingum og Rómafólk. Schütz sýndi aldrei iðrun á meðan á málaferlum stóð og sagði hann meðal annars fyrir dómi: „Ég veit ekki hvers vegna ég sit hér í syndatunnunni. Ég hafði ekkert með þetta að gera.“ Þrátt fyrir að nafn hans og persónuupplýsingar hafi verið skráðar á skírteini SS-fangavarðar í búðunum sagðist hann aldrei hafa komið þangað og á stríðstímum starfað á bóndabæjum. Þýskaland hefur undanfarin ár leitt fyrrverandi nasista fyrir dóm eftir að fordæmisgefandi dómur féll árið 2011. Þá var SS-liðinn John Demjanjuk dæmdur fyrir glæpi sína á stríðsárunum. Í kjölfarð fór af stað mikil leit að stríðsglæpamönnum frá tímum nasismans í Þýskalandi. Árið 2015 var Oskar Gröning, oft kallaður bókasafnsvörður Auschwitz, dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Líkt og Schülz sat hann aldrei í fangelsi vegna fjölda áfrýjana þar til hann lést árið 2018. Síðastliðinn desember varð hin 97 ára gamla Irmgard Furchner fyrsta konan til að vera dregin fyrir dóm í tengslum við glæpi á tímum síðari heimstyrjaldar í marga áratugi. Hún var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að myrða 10.500 í útrýmingarbúðunum í Stutthof, nærri pólsku borginni Gdansk, sem þá hét Danzig.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45 Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50 Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45
Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50
Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30