Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 13:33 John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hann vill ekki svara spurningum þingnefndar um siðamál réttarins. Í staðinn sendi hann yfirlýsingu sem byggði á kafla úr meira en áratugsgamalli skýrslu sem hann skrifaði. AP/Jacquelyn Martin Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Umræðan um siðareglur hæstaréttarins fór af stað eftir að rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica birtu umfjöllun um að Clarence Thomas, einn dómaranna níu, hefði þegið nær árlegar lúxusferðar frá milljarðamæringi frá Texas og stórum fjárhagslegum bakhjarl Repúblikanaflokksins án þess að skrá þær í hagsmunaskráningu sína. Síðar upplýstu sömu samtök að Thomas hefði selt þessum vini sínum hús móður sinnar og lóð án þess að geta þess á opinberu eyðiblaði þar sem dómurum er gert að gera grein fyrir fjármálum sínum. Nú í vikunni greindi blaðið Politico frá því að Neil Gorsuch, annar dómari við réttinn, hefði selt forstjóra umsvifamikillar lögmannsstofu sem reglulega rekur mál fyrir hæstarétti, fasteign rétt eftir að hann var skipaður dómari. Gorsuch skráði viðskiptin í hagsmunaskráningu sinni en gat ekki kaupandans. Gagnrýnt hefur verið að opinberir embættismenn annarra hluta alríkisstjórnarinnar kæmust í bobba fyrir svo óljósa skráningu hagsmuna sinna. Dómararnir níu hafi á sama tíma nánast sjálfdæmi um hvað þeir gefi upp. Ákveða eigin málefni sjálfir Dick Durbin, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, bauð John Roberts, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna, að koma fyrir nefndina um umbætur í siðamálum í kjölfar uppljóstrananna. Roberts hafnaði boðinu. Dómsforsetinn lét fylgja með yfirlýsingu um siðferðisleg grundvallaratriði og verklag. AP-fréttastofan segir að sá texti sé nánast samhljóða kafla úr ársskýrslu Roberts frá árinu 2011. Allir dómararnir níu, sex íhaldsmenn og þrír frjálslyndir, skrifuðu undir yfirlýsinguna. Í henni sagði að dómararnir styddust við ýmsar heimildir þegar siðferðisleg álitamál kæmu upp en þeir ákvæðu sjálfir hvenær þeir þyrftu að stíga til hliðar vegna vanhæfis. Þá fylltu þeir út sömu fjármálaskýrslur og aðrir dómarar. AP segir að dómararnir hafa áður hafnað kröfum um að þeir setji sér formlegar siðareglur. Neil Gorsuch (t.v.) og Clarence Thomas (t.h.) hafa verið gagnrýndir fyrir að skrá ekki viðskipti og gjafir í hagsmunaskráningu sína. Slíkt kæmi nær öllum öðrum embættismönnum bandarísku alríkisstjórnarinnar í klandur.Vísir/samsett Eru í eigin bólu Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við telja viðbrögð dómaranna slæleg í ljósi gagnrýnisradda og þess að traust á dómstólnum hefur rýrnað verulega að undanförnu. „Þeir eru í raun og veru að segja að það sem við höfum verið að gera er í fínu lagi. Segjum þetta bara aftur fyrir ykkur þarna aftast. Mér virðist það frekar innantómt,“ segir Charles Geyh, prófessor í lögfræði við Háskólann í Indiana sem sérhæfir sig í siðamálum. Kathleen Clark, prófessor í siðareglum við Washington-háskóla í St. Louis, segir AP að vandamálið sé að dómararnir þurfi ekki að sæta sömu kröfum um ábyrgð og gerðar séu til nærri því allra annarra sem starfi fyrir alríkisstjórnina. „Þeir virðast vera í bólu. Þeir sjá ekki hversu stórt vandamál skortur þeirra á ábyrgð er,“ segir hún. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Umræðan um siðareglur hæstaréttarins fór af stað eftir að rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica birtu umfjöllun um að Clarence Thomas, einn dómaranna níu, hefði þegið nær árlegar lúxusferðar frá milljarðamæringi frá Texas og stórum fjárhagslegum bakhjarl Repúblikanaflokksins án þess að skrá þær í hagsmunaskráningu sína. Síðar upplýstu sömu samtök að Thomas hefði selt þessum vini sínum hús móður sinnar og lóð án þess að geta þess á opinberu eyðiblaði þar sem dómurum er gert að gera grein fyrir fjármálum sínum. Nú í vikunni greindi blaðið Politico frá því að Neil Gorsuch, annar dómari við réttinn, hefði selt forstjóra umsvifamikillar lögmannsstofu sem reglulega rekur mál fyrir hæstarétti, fasteign rétt eftir að hann var skipaður dómari. Gorsuch skráði viðskiptin í hagsmunaskráningu sinni en gat ekki kaupandans. Gagnrýnt hefur verið að opinberir embættismenn annarra hluta alríkisstjórnarinnar kæmust í bobba fyrir svo óljósa skráningu hagsmuna sinna. Dómararnir níu hafi á sama tíma nánast sjálfdæmi um hvað þeir gefi upp. Ákveða eigin málefni sjálfir Dick Durbin, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, bauð John Roberts, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna, að koma fyrir nefndina um umbætur í siðamálum í kjölfar uppljóstrananna. Roberts hafnaði boðinu. Dómsforsetinn lét fylgja með yfirlýsingu um siðferðisleg grundvallaratriði og verklag. AP-fréttastofan segir að sá texti sé nánast samhljóða kafla úr ársskýrslu Roberts frá árinu 2011. Allir dómararnir níu, sex íhaldsmenn og þrír frjálslyndir, skrifuðu undir yfirlýsinguna. Í henni sagði að dómararnir styddust við ýmsar heimildir þegar siðferðisleg álitamál kæmu upp en þeir ákvæðu sjálfir hvenær þeir þyrftu að stíga til hliðar vegna vanhæfis. Þá fylltu þeir út sömu fjármálaskýrslur og aðrir dómarar. AP segir að dómararnir hafa áður hafnað kröfum um að þeir setji sér formlegar siðareglur. Neil Gorsuch (t.v.) og Clarence Thomas (t.h.) hafa verið gagnrýndir fyrir að skrá ekki viðskipti og gjafir í hagsmunaskráningu sína. Slíkt kæmi nær öllum öðrum embættismönnum bandarísku alríkisstjórnarinnar í klandur.Vísir/samsett Eru í eigin bólu Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við telja viðbrögð dómaranna slæleg í ljósi gagnrýnisradda og þess að traust á dómstólnum hefur rýrnað verulega að undanförnu. „Þeir eru í raun og veru að segja að það sem við höfum verið að gera er í fínu lagi. Segjum þetta bara aftur fyrir ykkur þarna aftast. Mér virðist það frekar innantómt,“ segir Charles Geyh, prófessor í lögfræði við Háskólann í Indiana sem sérhæfir sig í siðamálum. Kathleen Clark, prófessor í siðareglum við Washington-háskóla í St. Louis, segir AP að vandamálið sé að dómararnir þurfi ekki að sæta sömu kröfum um ábyrgð og gerðar séu til nærri því allra annarra sem starfi fyrir alríkisstjórnina. „Þeir virðast vera í bólu. Þeir sjá ekki hversu stórt vandamál skortur þeirra á ábyrgð er,“ segir hún.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10