Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:04 Willum Þór Þórsson heilbrigðismálaráðherra. Vísir/Ívar Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu. Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu.
Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira