Finnsku hægriflokkarnir hefja stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2023 13:19 Allt stefnir í að Petteri Orpo, formaður finnska Sambandsflokksins, verði næsti forsætisráðherra Finnlands. EPA Finnski Sambandsflokkurinn mun hefja stjórnarmyndunarviðræður með hægriflokkunum Sönnum Finnum, Kristilegum demókrötum og Sænska þjóðarflokknum á næstu dögum. Þetta varð ljóst eftir fund fulltrúa þingflokkanna með Petteri Orpo, formanni Sambandsflokksins, í morgun. Fundurinn stóð í níu mínútur, að því er segir í frétt YLE. Sambandsflokkurinn vann sigur í finnsku þingkosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum, þar sem ríkisstjórnarflokkanir fimm, sem eru á miðjunni og á vinstri vængnum, misstu meirihluta sinn. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst í kjölfarið lausnar sem forsætisráðherra og formaður flokksins. Orpo sagði á blaðamannafundi í morgun að viðræðurnar muni hefjast þann 2. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að hvorki vinstri flokkarnir né Græningjar taki þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Sömuleiðis hafði Miðflokkurinn tilkynnt að hann myndi ekki taka þátt í viðræðum við Orpo og Sambandsflokk hans. Jafnaðarmannaflokkur Marin fékk 43 þingmenn kjörna af tvö hundruð. Íhaldsflokkurinn Sambandsflokkurinn fékk 48 þingmenn kjörna en þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar fékk 46 þingmenn. Finnland Tengdar fréttir Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta. 6. apríl 2023 09:47 Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18 Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir fund fulltrúa þingflokkanna með Petteri Orpo, formanni Sambandsflokksins, í morgun. Fundurinn stóð í níu mínútur, að því er segir í frétt YLE. Sambandsflokkurinn vann sigur í finnsku þingkosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum, þar sem ríkisstjórnarflokkanir fimm, sem eru á miðjunni og á vinstri vængnum, misstu meirihluta sinn. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst í kjölfarið lausnar sem forsætisráðherra og formaður flokksins. Orpo sagði á blaðamannafundi í morgun að viðræðurnar muni hefjast þann 2. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að hvorki vinstri flokkarnir né Græningjar taki þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Sömuleiðis hafði Miðflokkurinn tilkynnt að hann myndi ekki taka þátt í viðræðum við Orpo og Sambandsflokk hans. Jafnaðarmannaflokkur Marin fékk 43 þingmenn kjörna af tvö hundruð. Íhaldsflokkurinn Sambandsflokkurinn fékk 48 þingmenn kjörna en þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar fékk 46 þingmenn.
Finnland Tengdar fréttir Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta. 6. apríl 2023 09:47 Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18 Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Sjá meira
Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta. 6. apríl 2023 09:47
Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5. apríl 2023 08:18
Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2. apríl 2023 20:59