Leigjandinn breytti íbúðinni í dópgreni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. apríl 2023 11:00 Jóhannes segir að með aðstoð sinna nánustu hafi hann loksins náð fólkinu úr íbúðinni. Hann sitji engu að síður eftir með tjón upp á tæpar tvær milljónir. Samsett Jóhannes Kristinn Hafsteinsson situr uppi með gífurlegt, og hugsanlega óbætanlegt, tjón vegna leigjanda sem bjó í íbúð hans í rúmlega hálft ár. Að sögn Jóhannesar tókst leigjandanum, og sambýlismanni hennar að rústa íbúðinni auk þess sem þar var stunduð fíkniefnasala. Jóhannes festi kaup á íbúðinni í september 2021 og bjó þar sjálfur fyrstu mánuðina. Íbúðin, sem er í fjölbýlishúsi í gamla bænum á Akureyri, var að hans sögn í toppstandi þegar hann tók þá ákvörðun að flytja suður til Reykjavíkur í desember sama ár, og leigja eignina út. „Ég ákvað í smá flýti að finna mér leigjanda og hélt að ég hefði fundið mjög fína manneskju. Ég fann konu, sem ég taldi vera ágætan kandídat og við ákváðum að skrifa undir eins árs leigusamning.“ Partýstand og dularfullar mannaferðir Jóhannes segir konuna hafa tjáð honum þegar hún skoðaði íbúðina að hún væri að koma úr erfiðum aðstæðum og væri að flýja ofbeldismann. Hann hafi því vitað að hún hefði einhverja djöfla að draga. Hann segir konuna ávallt hafa staðið í skilum með leiguna og fyrst um sinn hafi engin merki verið um að eitthvað væri í ólagi. Þegar nokkrir mánuðir voru liðnir fóru hins vegar að berast hringingar frá húsfélaginu varðandi skringilegar mannaferðir á stigaganginum að kvöldlagi, og að þær væru tíðar. Þá kvörtuðu nágrannar undan partýstandi og stöðugri umferð fólks inn og út úr íbúðinni, og í nokkur skipti var kallað á lögreglu vegna hávaða. „Ég sem manneskjan sem ég er, góðhjörtuð, með hjartað á réttum stað, rólegur og vil treysta á það góða í fólki, átti eftir að lenda svo rækilega í því. Ég vildi bara treysta því að leigjandinn minn hefði verið að fá kvöldheimsóknir, en ekki áttað sig almennilega á því að þetta væri fjölbýli,“ segir Jóhannes. Viðbjóðsleg aðkoma Í júní í fyrra, sex mánuðum eftir að leigjandinn flutti inn, kom Jóhannes til Akureyrar og fékk aftur ítrekun frá húsfélaginu varðandi ónæði frá íbúðinni. Hann segist hafa rætt við leigjandann í kjölfarið og veitt henni aðvörun og hafi hún þá lofað bót og betrun. Tæpri viku síðar hafi hann síðan fengið símtal frá lögreglunni og verið tjáð að leigjandinn væri komin inn á geðdeild. Ómögulegt reyndist að ná í konuna. Á sama tíma fékk Jóhannes að vita að fyrrum sambýlismaður hennar byggi í íbúðinni. Leigjandinn hafði aldrei látið hann vita af því að þau byggu þar saman. Jóhannes segir að á þessum tímpunkti hafi hafist atburðarás sem síðan átti eftir að vinda upp á sig. Hann hafi loks náð sambandi við konuna í gegnum vinkonu hennar og í kjölfarið komið á fundi með henni í Reykjavík til að skrifa undir riftun á leigusamningnum. „Þá sagði hún mér að samband hennar og mannsins hefði verið stormasamt, og að hún ætlaði að fara strax út úr íbúðinni. Ég sýndi henni allan skilning sem ég gat, en þarna átti ennþá eftir að koma þessum sambýlismanni út.“ Eftir að sambýlismaðurinn hafði yfirgefið íbúðina fékk Jóhannes veður af því að hann væri þekktur í undirheimunum á Akureyri og hefði notað íbúðina undir fíkniefnaviðskipti og -neyslu. „Ekki nóg með það að ég treysti þessari stelpu til þess að leigja íbúðina mína, þá var hún, svona miðað við sögur sem ég heyrði síðan af henni, að dópa líka og hún var alls enginn engill í þessu öllu saman. Hún og kærastinn hennar náðu á rúmlega sex mánuðum að rústa íbúðinni minni, sem ég var nýlega búinn að kaupa. Gólfin voru yfirfull af drasli og ógeðsleg, búið að spreyja á svölunum með spreybrúsum, viðarlakk á klósettsetunni, gos og annað klístur út um öll gólf og það sem versta var, voru „listaverkin“ á veggjunum,“ segir Jóhannes. Með listaverkunum á hann við margskonar krot og krass sem prýddi veggina. Á gólfinu hafi verið hundaskítur og einhvers konar klístur og búið var að dreifa Nutella súkkulaðimjöri og steiktum lauk hér og þar. Íbúð Jóhannesar var að hans sögn í rústi eftir leigjandann og þurfti hann meðal annars að fá aðstoð hjá þrifaþjónustu.Aðsend „Það tók mig, kærastann minn og vinkonu mína þrjá daga að tæma íbúðina og þrífa hana. Ég þurfti líka að kaupa þjónustu frá þrifafyrirtæki. Vinkona mín, sem starfar við þrif, sagði augljóst að íbúðin hefði aldrei nokkurn tímann verið þrifin í þessa sex mánuði sem leigjandinn var þarna.“ Leigjandinn skildi íbúð Jóhannesar eftir yfirfulla af allskyns drasli sem lá á víð og dreif.Aðsend Hann segist hafa náð sambandi við leigjandann nokkrum vikum seinna. „Hún sagðist þá sjá rosalega eftir þessu og vildi greiða mér eitthvað til baka. Á þessum tíma vissi ég ekki ennþá hver skaðinn væri nákvæmlega þannig að ég gat ekki gefið henni nákvæma tölu. Þegar ég heyrði svo í henni aftur var hún alveg búin að breyta um sögu. Þá var þetta sambýlismanninum að kenna en ekki henni.“ Jóhannes segir augljóst að íbúðin hafi ekki verið þrifin í það rúma hálfa ár sem leigjandinn hafðist þar við.Aðsend Jóhannes segir að með aðstoð sinna nánustu hafi hann loksins náð fólkinu úr íbúðinni. Hann sitji engu að síður eftir með tjón upp á tæpar tvær milljónir. Þar spili inn í skemmdir á innviðum, endurbætur og þrif á íbúðinni, auk taps á leigutekjum, sem Jóhannes hafði ráðgert að nota til að greiða afborganir af fasteignaláninu. Margvíslegt tjón Jóhannes hefur meðal annars leitað til Húseigendafélagsins vegna málsins, og rætt við lögfræðing en réttindastaða hans í málinu virðist ekki sterk. Hann segir erfitt að vita af því að umrædd kona muni hugsanlega leika sama leikinn aftur. Á gólfinu og veggjunum voru allskyns krot, krass og óhreinindi,Aðsend „Þessi tiltekna manneskja, sem leigði íbúðina mína ákvað síðan að fara í meðferð í Reykjavík, er að leita sér að annarri íbúð fyrir sunnan og það sem versta er að hún segist ekki vera ábyrgðarmanneskja fyrir það sem ofbeldismaður hennar gerði, en hún átti sjálf stóran part í þessu öllu saman.“ Hann segir tjónið ekki bara fjárhagslegt heldur líka tilfinningalegt og andlegt. „Ég fór virkilega langt niður eftir þessa reynslu. Þetta braut mig alveg niður. Ég er samt komin á betri stað í dag, og mig langar mest af öllu að skilja við þessa reynslu og halda áfram. En ég vil samt að þessi manneskja átti sig á skaðanum sem hún olli, hún verður að axla ábyrgð.“ Jóhannes vonar að hans frásögn verði öðrum leigusölum víti til varnaðar.Vísir/Vilhelm Kynntist nýjum styrkleikum Hann segist vona að hans frásögn geti orðið öðrum leigusölum víti til varnaðar. „Ég hafði aldrei áður leigt út íbúð, bara verið leigjandi sjálfur, og ég kunni ekki alveg inn á þetta. Eftir að þetta gerðist þá kenndi ég sjálfum mér rosalega mikið um þetta allt og ég braut sjálfan mig niður fyrir að hafa ekki athugað betur með hana og kannað hver hún væri. Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á.“ Jóhannes segist vera glaðlyndur og opinn að eðlisfari. Hann reyni ávallt að taka hlutunum af æðruleysi. Hann segir þessa reynslu hafa brotið sig niður en einnig þroskað hann. „Ég hef til dæmis lært mikið um sjálfan mig og hvað ég er fær um að gera. Mér hefði til dæmis aldrei dottið í hug að ég gæti gert allskonar hluti eins og mála og sparsla og brasa allskonar,“ segir hann og bætir við að í gegnum þetta allt saman hafi hann svo sannarlega fundið fyrir því hversu sterkt bakland hann á í fjölskyldu sinni og vinum. Akureyri Leigumarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Jóhannes festi kaup á íbúðinni í september 2021 og bjó þar sjálfur fyrstu mánuðina. Íbúðin, sem er í fjölbýlishúsi í gamla bænum á Akureyri, var að hans sögn í toppstandi þegar hann tók þá ákvörðun að flytja suður til Reykjavíkur í desember sama ár, og leigja eignina út. „Ég ákvað í smá flýti að finna mér leigjanda og hélt að ég hefði fundið mjög fína manneskju. Ég fann konu, sem ég taldi vera ágætan kandídat og við ákváðum að skrifa undir eins árs leigusamning.“ Partýstand og dularfullar mannaferðir Jóhannes segir konuna hafa tjáð honum þegar hún skoðaði íbúðina að hún væri að koma úr erfiðum aðstæðum og væri að flýja ofbeldismann. Hann hafi því vitað að hún hefði einhverja djöfla að draga. Hann segir konuna ávallt hafa staðið í skilum með leiguna og fyrst um sinn hafi engin merki verið um að eitthvað væri í ólagi. Þegar nokkrir mánuðir voru liðnir fóru hins vegar að berast hringingar frá húsfélaginu varðandi skringilegar mannaferðir á stigaganginum að kvöldlagi, og að þær væru tíðar. Þá kvörtuðu nágrannar undan partýstandi og stöðugri umferð fólks inn og út úr íbúðinni, og í nokkur skipti var kallað á lögreglu vegna hávaða. „Ég sem manneskjan sem ég er, góðhjörtuð, með hjartað á réttum stað, rólegur og vil treysta á það góða í fólki, átti eftir að lenda svo rækilega í því. Ég vildi bara treysta því að leigjandinn minn hefði verið að fá kvöldheimsóknir, en ekki áttað sig almennilega á því að þetta væri fjölbýli,“ segir Jóhannes. Viðbjóðsleg aðkoma Í júní í fyrra, sex mánuðum eftir að leigjandinn flutti inn, kom Jóhannes til Akureyrar og fékk aftur ítrekun frá húsfélaginu varðandi ónæði frá íbúðinni. Hann segist hafa rætt við leigjandann í kjölfarið og veitt henni aðvörun og hafi hún þá lofað bót og betrun. Tæpri viku síðar hafi hann síðan fengið símtal frá lögreglunni og verið tjáð að leigjandinn væri komin inn á geðdeild. Ómögulegt reyndist að ná í konuna. Á sama tíma fékk Jóhannes að vita að fyrrum sambýlismaður hennar byggi í íbúðinni. Leigjandinn hafði aldrei látið hann vita af því að þau byggu þar saman. Jóhannes segir að á þessum tímpunkti hafi hafist atburðarás sem síðan átti eftir að vinda upp á sig. Hann hafi loks náð sambandi við konuna í gegnum vinkonu hennar og í kjölfarið komið á fundi með henni í Reykjavík til að skrifa undir riftun á leigusamningnum. „Þá sagði hún mér að samband hennar og mannsins hefði verið stormasamt, og að hún ætlaði að fara strax út úr íbúðinni. Ég sýndi henni allan skilning sem ég gat, en þarna átti ennþá eftir að koma þessum sambýlismanni út.“ Eftir að sambýlismaðurinn hafði yfirgefið íbúðina fékk Jóhannes veður af því að hann væri þekktur í undirheimunum á Akureyri og hefði notað íbúðina undir fíkniefnaviðskipti og -neyslu. „Ekki nóg með það að ég treysti þessari stelpu til þess að leigja íbúðina mína, þá var hún, svona miðað við sögur sem ég heyrði síðan af henni, að dópa líka og hún var alls enginn engill í þessu öllu saman. Hún og kærastinn hennar náðu á rúmlega sex mánuðum að rústa íbúðinni minni, sem ég var nýlega búinn að kaupa. Gólfin voru yfirfull af drasli og ógeðsleg, búið að spreyja á svölunum með spreybrúsum, viðarlakk á klósettsetunni, gos og annað klístur út um öll gólf og það sem versta var, voru „listaverkin“ á veggjunum,“ segir Jóhannes. Með listaverkunum á hann við margskonar krot og krass sem prýddi veggina. Á gólfinu hafi verið hundaskítur og einhvers konar klístur og búið var að dreifa Nutella súkkulaðimjöri og steiktum lauk hér og þar. Íbúð Jóhannesar var að hans sögn í rústi eftir leigjandann og þurfti hann meðal annars að fá aðstoð hjá þrifaþjónustu.Aðsend „Það tók mig, kærastann minn og vinkonu mína þrjá daga að tæma íbúðina og þrífa hana. Ég þurfti líka að kaupa þjónustu frá þrifafyrirtæki. Vinkona mín, sem starfar við þrif, sagði augljóst að íbúðin hefði aldrei nokkurn tímann verið þrifin í þessa sex mánuði sem leigjandinn var þarna.“ Leigjandinn skildi íbúð Jóhannesar eftir yfirfulla af allskyns drasli sem lá á víð og dreif.Aðsend Hann segist hafa náð sambandi við leigjandann nokkrum vikum seinna. „Hún sagðist þá sjá rosalega eftir þessu og vildi greiða mér eitthvað til baka. Á þessum tíma vissi ég ekki ennþá hver skaðinn væri nákvæmlega þannig að ég gat ekki gefið henni nákvæma tölu. Þegar ég heyrði svo í henni aftur var hún alveg búin að breyta um sögu. Þá var þetta sambýlismanninum að kenna en ekki henni.“ Jóhannes segir augljóst að íbúðin hafi ekki verið þrifin í það rúma hálfa ár sem leigjandinn hafðist þar við.Aðsend Jóhannes segir að með aðstoð sinna nánustu hafi hann loksins náð fólkinu úr íbúðinni. Hann sitji engu að síður eftir með tjón upp á tæpar tvær milljónir. Þar spili inn í skemmdir á innviðum, endurbætur og þrif á íbúðinni, auk taps á leigutekjum, sem Jóhannes hafði ráðgert að nota til að greiða afborganir af fasteignaláninu. Margvíslegt tjón Jóhannes hefur meðal annars leitað til Húseigendafélagsins vegna málsins, og rætt við lögfræðing en réttindastaða hans í málinu virðist ekki sterk. Hann segir erfitt að vita af því að umrædd kona muni hugsanlega leika sama leikinn aftur. Á gólfinu og veggjunum voru allskyns krot, krass og óhreinindi,Aðsend „Þessi tiltekna manneskja, sem leigði íbúðina mína ákvað síðan að fara í meðferð í Reykjavík, er að leita sér að annarri íbúð fyrir sunnan og það sem versta er að hún segist ekki vera ábyrgðarmanneskja fyrir það sem ofbeldismaður hennar gerði, en hún átti sjálf stóran part í þessu öllu saman.“ Hann segir tjónið ekki bara fjárhagslegt heldur líka tilfinningalegt og andlegt. „Ég fór virkilega langt niður eftir þessa reynslu. Þetta braut mig alveg niður. Ég er samt komin á betri stað í dag, og mig langar mest af öllu að skilja við þessa reynslu og halda áfram. En ég vil samt að þessi manneskja átti sig á skaðanum sem hún olli, hún verður að axla ábyrgð.“ Jóhannes vonar að hans frásögn verði öðrum leigusölum víti til varnaðar.Vísir/Vilhelm Kynntist nýjum styrkleikum Hann segist vona að hans frásögn geti orðið öðrum leigusölum víti til varnaðar. „Ég hafði aldrei áður leigt út íbúð, bara verið leigjandi sjálfur, og ég kunni ekki alveg inn á þetta. Eftir að þetta gerðist þá kenndi ég sjálfum mér rosalega mikið um þetta allt og ég braut sjálfan mig niður fyrir að hafa ekki athugað betur með hana og kannað hver hún væri. Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á.“ Jóhannes segist vera glaðlyndur og opinn að eðlisfari. Hann reyni ávallt að taka hlutunum af æðruleysi. Hann segir þessa reynslu hafa brotið sig niður en einnig þroskað hann. „Ég hef til dæmis lært mikið um sjálfan mig og hvað ég er fær um að gera. Mér hefði til dæmis aldrei dottið í hug að ég gæti gert allskonar hluti eins og mála og sparsla og brasa allskonar,“ segir hann og bætir við að í gegnum þetta allt saman hafi hann svo sannarlega fundið fyrir því hversu sterkt bakland hann á í fjölskyldu sinni og vinum.
Akureyri Leigumarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira