Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 27. apríl 2023 16:02 Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. Síðastliðin 8 ár hefur einstaklingum sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað úr 117 í 347 og eru nú tæplega fjórðungur innlagna. Á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri. Ópíóðar og morfínlyf eru sterk, mjög ávanabindandi og bráðdrepandi. 35 af þeim sem komið hafa á Vog létust á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. 35 mannslíf á einungis þremur mánuðum. Sé sú tala framreiknuð gætum við misst 80 einstaklinga úr ópíóðafíkn á þessu ári! Samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fær sjúkrahúsið Vogur greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga á ári. Árið 2022 fengu 347 manns slíka meðferð. Mismunurinn er 257 manns. Þetta dæmi gengur augljóslega ekki upp. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði ég Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa alvarlega ástands. Fram kom að hann hyggst leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í mínum huga eru nokkrar brýnar aðgerðir lífsnauðsynlegar: Að leyfa lausasölu á lyfinu Naloxone, svo auðveldara sé að bjarga fólki sem lendir í öndunarstoppi vegna neyslu. Að koma á fót morfínklíník, með öðrum orðum öruggu neyslurými fyrir fíkla en í því felst augljós forvörn eins og yfirlæknir á Vogi hefur bent á. Að ríkissjóður geri Sjúkratryggingum kleift að semja við Vog um mun fleiri meðferðir en þær 90 sem nú eru í samningum. Það er algerlega óviðunandi staða að Vogur fái greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga af þeim 347 sem þurftu á henni að halda á árinu 2022. Það ríkir neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs á Íslandi. Ef um hópslys væri að ræða væri búið að virkja allar neyðaráætlanir í stjórnkerfinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Fíkn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. Síðastliðin 8 ár hefur einstaklingum sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað úr 117 í 347 og eru nú tæplega fjórðungur innlagna. Á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri. Ópíóðar og morfínlyf eru sterk, mjög ávanabindandi og bráðdrepandi. 35 af þeim sem komið hafa á Vog létust á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. 35 mannslíf á einungis þremur mánuðum. Sé sú tala framreiknuð gætum við misst 80 einstaklinga úr ópíóðafíkn á þessu ári! Samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fær sjúkrahúsið Vogur greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga á ári. Árið 2022 fengu 347 manns slíka meðferð. Mismunurinn er 257 manns. Þetta dæmi gengur augljóslega ekki upp. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði ég Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa alvarlega ástands. Fram kom að hann hyggst leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í mínum huga eru nokkrar brýnar aðgerðir lífsnauðsynlegar: Að leyfa lausasölu á lyfinu Naloxone, svo auðveldara sé að bjarga fólki sem lendir í öndunarstoppi vegna neyslu. Að koma á fót morfínklíník, með öðrum orðum öruggu neyslurými fyrir fíkla en í því felst augljós forvörn eins og yfirlæknir á Vogi hefur bent á. Að ríkissjóður geri Sjúkratryggingum kleift að semja við Vog um mun fleiri meðferðir en þær 90 sem nú eru í samningum. Það er algerlega óviðunandi staða að Vogur fái greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga af þeim 347 sem þurftu á henni að halda á árinu 2022. Það ríkir neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs á Íslandi. Ef um hópslys væri að ræða væri búið að virkja allar neyðaráætlanir í stjórnkerfinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun