„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 08:59 Carroll mætir í dómshúsið í gær. Getty/Michael M. Santiago E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. „Ég er að segja þér það að hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki,“ sagði Carroll á einum tímapunkti þegar Tacopina gekk á hana. Carroll var meðal annars spurð að því hvers vegna hún hefði ekki stigið fyrr fram en hún svaraði á þann veg að hún hefði fundið hvata til þess í kjölfar uppljóstrana um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og upphafs #MeToo hreyfingarinnar. Hún sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að greina frá nauðguninni þegar Trump bauð sig fram til forseta árið 2016. „Ég ætlaði aldrei að tala um það sem Trump gerði, Aldrei,“ svaraði hún aðspurð. Carroll, sem var dálkahöfundur, sagðist hafa farið inn í búningsklefa verslunarinnar með Trump í gamni, þar sem hann hafði beðið hana um að máta undirfatnað en hún skorað á hann til baka að máta sjálfur. Þegar hann réðist á hana hefði hún ósjálfrátt brugðist við með því að hlæja og haldið að það myndi róa Trump. Tacopina spurði Carroll ítrekað hvers vegna hún hefði ekki öskrað en hún sagðist hafa fundið fyrir of miklum sársauka til að öskra og það væri ekki hægt að álasa henni fyrir að öskra ekki. Þá benti hún á að þolendur væru oftsinnis spurðir að þessu, sem fældi þá frá því að leita til lögreglu. Þegar Tacopina gekk á hana lét hún þau orð falla sem getið er hér að ofan... öskur eða ekki öskur; Trump hefði nauðgað henni. Carroll hefur sjálf greint frá því að hafa fyrst brugðist við árásinni með því að fara að hlæja og einnig að hafa hlegið þegar hún sagði vinkonu sinni frá árásinni í síma. Hún sagðist hins vegar aðeins hafa gert það í geðshræringu, eins og til að sannfæra sjálfa sig um að þetta hefði ekki verið eins slæmt og hún upplifði. Þá hefðu vinir hennar gefið henni misvísandi ráð um hvort hún ætti að leita til lögreglu eða ekki. Réttarhöldin halda áfram á mánudag en ekki er gert ráð fyrir að Trump muni bera vitni í málinu. Umfjöllun Guardian. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 MeToo Donald Trump Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
„Ég er að segja þér það að hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki,“ sagði Carroll á einum tímapunkti þegar Tacopina gekk á hana. Carroll var meðal annars spurð að því hvers vegna hún hefði ekki stigið fyrr fram en hún svaraði á þann veg að hún hefði fundið hvata til þess í kjölfar uppljóstrana um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og upphafs #MeToo hreyfingarinnar. Hún sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að greina frá nauðguninni þegar Trump bauð sig fram til forseta árið 2016. „Ég ætlaði aldrei að tala um það sem Trump gerði, Aldrei,“ svaraði hún aðspurð. Carroll, sem var dálkahöfundur, sagðist hafa farið inn í búningsklefa verslunarinnar með Trump í gamni, þar sem hann hafði beðið hana um að máta undirfatnað en hún skorað á hann til baka að máta sjálfur. Þegar hann réðist á hana hefði hún ósjálfrátt brugðist við með því að hlæja og haldið að það myndi róa Trump. Tacopina spurði Carroll ítrekað hvers vegna hún hefði ekki öskrað en hún sagðist hafa fundið fyrir of miklum sársauka til að öskra og það væri ekki hægt að álasa henni fyrir að öskra ekki. Þá benti hún á að þolendur væru oftsinnis spurðir að þessu, sem fældi þá frá því að leita til lögreglu. Þegar Tacopina gekk á hana lét hún þau orð falla sem getið er hér að ofan... öskur eða ekki öskur; Trump hefði nauðgað henni. Carroll hefur sjálf greint frá því að hafa fyrst brugðist við árásinni með því að fara að hlæja og einnig að hafa hlegið þegar hún sagði vinkonu sinni frá árásinni í síma. Hún sagðist hins vegar aðeins hafa gert það í geðshræringu, eins og til að sannfæra sjálfa sig um að þetta hefði ekki verið eins slæmt og hún upplifði. Þá hefðu vinir hennar gefið henni misvísandi ráð um hvort hún ætti að leita til lögreglu eða ekki. Réttarhöldin halda áfram á mánudag en ekki er gert ráð fyrir að Trump muni bera vitni í málinu. Umfjöllun Guardian.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 MeToo Donald Trump Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira