Skoðaði fjölskyldumyndir þegar hún var að missa vonina í rússneska fangelsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 12:01 Brittney Griner ræðir við fjölmiðlamenn í gær en hún sýndi miklar tilfinningar á fundinum. AP/Matt York Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner sem dúsaði í fangelsi í Rússlandi í tíu mánuði ræddi upplifun sína á blaðamannafundi í gær. Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira