Gerum bæði Hallgrímur Óskarsson skrifar 28. apríl 2023 13:30 Deilur um ástæður hlýnunar jarðar eru að mestu hljóðnaðar. Hópar hafa færst nær því að vera sammála um rót vandans og lagt trúnað á niðurstöður vísindamanna. Að meginástæðan sé of sé of mikil losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið, nokkuð sem við mannfólk getum haft heilmikil áhrif á. En þótt við flest séum orðin sammála um ástæður vandans þá er farið að loga í gamla deilubálinu að nýju þegar rætt er um hvaða lausnir eigi að velja til að leysa loftslagsvandann. Margar lausnir eru nefndar, margir hafa á þeim miklar skoðanir en merkilega fáir virðast tala út frá ráðleggingum vísindafólks um hvaða lausnir séu heppilegastar þegar heildarmyndin er skoðuð. Lausnir út frá smekk? Á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis, auka framleiðslu á grænni orku, framleiða grænt eldsneyti fyrir skip, flug og önnur samgöngutæki, minnka losun og neyslu, aðhyllast óbreytta landnotkun, taka upp kolefnisskatta, auka getu náttúrunnar til að fanga CO2 úr andrúmslofti, endurheimta votlendi, hætta notkun plasts, o.fl? Allt gagnlegar tillögur en svo mikið er deilt um hverjar skuli valdar að deilurnar sjálfar eru orðnar helsti þröskuldurinn í að leysa loftslagsmál. Umræðan er oft þannig að ef einhver mælir með einni lausn þá er algengt að viðkomandi tali hinar lausnirnar niður. Sá sem vill leggja áherslu á að minnka losun talar oft gegn nýjum grænum orkukostum. Sá sem vill leysa vandann með því að gróðursetja tré gæti er allt eins líklegur til að vera á móti endurheimt votlendis. Og þeir sem vilja ástunda landvernd vilja fyrst og fremst samdrátt í neyslu. Brotavísindi Ofangreindar lausnir gera allar heilmikið gagn í loftslagsmálum, samkvæmt vísindum, en duga ekki einar og sér til að leysa loftslagsvandann. Að draga úr losun hefur jákvæð áhrif skv. vísindum en dugar ekki til að leysa loftslagsvandann. Alveg eins og við vitum að það er ekki nóg að treysta bara á eitt bætiefni eins og lýsi til að verða hraustur. Það hjálpar en það þarf meira til, ýmis önnur bætiefni, hreyfingu og aðra þætti. Margir falla í keimlíka gildru þegar lausnir í loftslagsmálum eru ræddar. Það má kalla það brotavísindi þegar því er haldið fram að ein tiltekin hugmynd, sem gerir gagn skv. vísindum, geti leyst loftslagsmál ein og sér, þegar vísindin segja á sama tíma að sú aðferð leysi aðeins brot af vandamálinu. Yfir þennan þröskuld þurfum við öll að stíga, að viðurkenna að þó að ein tiltekin lausn geri gagn þá leysir hún ekki loftslagvandann, ein og sér. Til þess þurfi að velja margar ólíkar lausnir. Viljum við raunverulega leysa loftslagsvandann eða erum við aðeins á höttunum eftir okkar lausn sem hentar okkar hugmyndafræði? Náttúrusinnar og tæknisinnar Skipta má fólki sem er áhugasamt um loftslagsmál gróflega séð í tvo hópa, náttúrusinna og tæknisinna (í bók Charles Mann nefndir „prophets“ og „wizards“). Hópar með sama markmið en vilja fara að því mjög ólíkar leiðir. Náttúrusinnar vilja minnka neyslu og draga úr losun og þar með draga úr orkuþörf. Vilja endurhugsa okkar daglega líf og taka upp breytta neyslu- og lifnaðarhætti með því að stefna að samdrætti í efnahagskerfum (economic degrowth). Tæknisinnar vilja hins vegar taka eins hröð skref áfram og hægt er og nota til þess tæknilegar lausnir sem leyst geta loftslagsvandann. Vilja nota orku til að minnka CO2 úr andrúmslofti og skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænt eldsneyti. Með einföldum hætti eru þessir tveir hópar eins og vörn og sókn í sama liði nema hvað að hér er erfitt að fá vörnina til að vinna með sókninni og öfugt. Þegar fylkingarnar tvær keppast við að ná fram sýnum sjónarmiðum geta þær misst af heildarmyndinni. Loftslagsvandinn er ekki eins og samkvæmisleikur þar sem hægt er að velja lausnir eftir smekk eða trú, heldur þurfum við að skoða lausnir út frá því hvað vísindin segja og fara svo öll í sameiginlegt allsherjarátak þar sem allar gagnlegar lausnir þurfa að komast í framkvæmd og það hratt. Við höfum einfaldlega ekki tíma til að handvelja uppáhaldslausnina eins og konfektmola því áhrif loftslagsvandans eru að skella á mjög hratt, bæði með beinum afleiðingum svo ekki sé minnst á óbeinar hliðarafleiðingar eins og aukningu smitsjúkdóma. Að gera bæði Það er ekki valkvætt hvort við drögum úr losun eða bindum losun sem þegar er komin út í andrúmsloftið. Og ekki valkvætt hvort við fjármögnum orkuskipti í samgöngum, endurheimtum votlendi eða gróðursetjum tré. Við þurfum að gera næstum allt, ekki bara að einblína á þær lausnir sem hentar hugmyndafræði hvers og eins. Það gengur ekki að halda einungis á lofti því sjónarmiði að vernda beri land og hafna á grundvelli þess lausnum í loftslagsmálum. Takist ekki að leysa loftslagsvandann mun hækkun hitastigs á jörðinni leiða til mestu landbreytinga sem við höfum séð á okkar tímum. Að vilja vernda land en að kalla með því fram mestu landbreytingar okkar tíma er mögulega svipað eins og að skjóta sig í fótinn. Verndun lands er mikilvæg en má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að leysa loftslagsvandann. Að draga úr losun er ekki nóg sem eina lausnin til að stóla á, en er mjög mikilvæg sem hluti af heildarlausninni. Það er nánast útilokað að draga nægilega hratt úr losun til að stöðva hlýnun jarðar í tæka tíð. Til þess þyrfti að taka upp algjörlega nýja lifnaðarhætti, sumpart svipaða því sem tíðkuðust á 18. eða 19. öld. Óháð því hvort það sé æskilegt eða geranlegt, er tíminn einfaldlega ekki til staðar. Það er mikilvægt að dregið sé úr losun, eins mikið og eins hratt og mögulegt er, en fleiri lausna verður að leita. Hrein orka og samningar Ísland framleiðir mikið af hreinni orku, og nefna sumir þann kost að hraða á baráttunni í loftslagsmálum með því að færa orku frá stórum notendum yfir í aðra nýtingu. En slík orka er samningsbundin, mestanpart til langs tíma og ber að virða gerða samninga. Allt tal, sem af og til dúkkar upp hér á landi, um að það sé léttleikandi hægt að aftengja orku frá samningsbundnum aðila og tengja eitthvert annað er fullkomlega óraunhæft og skaðar á endanum orðspor Íslands. Að auki eru stór iðnfyrirtæki hér á landi hratt að vinna sig í átt að mengunarhlutleysi. Það mun hraða verulega á orkuskiptum hér á landi með því að CO2 sé ekki lengur hleypt út í andrúmsloftið, heldur sé fangað og nýtt til að framleiða grænt eldsneyti (t.d. á fiskiskipaflotann), í stað innflutts jarðefnaeldsneytis. Þjóðarorkusátt og orkusjálfstæði Íslands Það má hins vegar byrja að ræða hugmyndir í átt að einskonar þjóðarorkusátt sem gæti falist í því að gera tímabundna stefnubreytingu í orkumálum þjóðarinnar um að hluti af nýrri orku sem komi inn í kerfin hér á landi fari að verulegum hluta í orkuskipti. Nýlegar Evrópureglugerðir, sem eru í innleiðingu á Íslandi nú, opna nefnilega á að tímabundnar heimildir séu settar til slíks. Ríkisvaldið gæti þannig tryggt að sett markmið um orkuskipti náist, með því að skilyrða leyfi til nýrrar orkuöflunar því að ný orka rati að hluta í orkuskipti. Þetta myndi hraða mjög á orkusjálfstæði Íslands sem er mikilvægt svo að Ísland þurfi ekki að vera háð öðrum um orku á skip, flug og önnur samgöngutæki. Þjóðarorkusátt gæti með þessum hætti verið sú leið sem ólíkir hópar geta sameinast um og gæti sett Ísland í fremstu röð í baráttunni í loftslagsmálum. Er „NIMBY-ismi“ stóri þröskuldurinn í loftslagsmálaum? Við þurfum að vara okkur á NIMBY-isma (Not in My Back Yard) sem segir: Ég styð allar lausnir í loftslagsmálum, bara ekki ef þær eru settar upp í minni heimasveit. Hvers konar umhverfisvernd er það? Er það ásættanlegt að sjá nokkrar vindmyllur í fjarska og eiga þá séns að sigra í loftslagsbaráttunni? Eða er þægindatilfinning okkar Vesturlandabúa orðin svo sjálfsögð að við teljum okkur geta komist hjá því að hafa gagnlegar lausnir í loftslagsmálum í okkar eigin umhverfi? Hér ræður hvort við hugsum þröngt um okkar eigin hag eða hvort í okkur búi sannur vilji til að taka þátt í loftslagsbaráttu með okkur öll í huga. Erum við í menningarbaráttu („culture war“) eða erum við í loftslagsbaráttu? Menningar- og hugmyndafræðileg átök, undir merkjum loftslagsbaráttu, munu að öllum líkindum ekki ná að gera mikið gagn í loftslagsmálum á endanum. Við getum horft á vindmyllu með tvennum hætti. Litið á hana sem járnhlut sem skyggir á útsýni (viðhorf sem hverfist um okkar eigið sjálf). Við getum líka horft á vindmyllu og sagt, vertu velkomin því þú ert raunveruleg hjálp sem telur í loftslagsbaráttunni. Enginn ein hugmyndafræði mun sigra Fyrsta bylgjan í umhverfismálum (seint á síðustu öld) snérist um vernd á umhverfi. Önnur bylgjan (sem við erum í nú) snýst um aðgerðir þjóðríkja til að ná tökum á loftslagsvandanum. Gagn er í báðum leiðum en meira þarf til, því vandinn er það stór. Þriðja bylgjan í umhverfismálum (sem nú er rétt að hefjast) mun hins vegar snúast um að velja fjárfestingar og samhæfðar lausnir til að leysa loftsagsvandann. Eitt dæmi um þessa þriðju bylgju, er nýleg ákvörðun norska olíusjóðsins um að stefna að því að losa sig við fjárfestingar í fyrirtækjum sem taka ekki fullan þátt í loftslagsbaráttunni. Og allt í einu eru ólíklegustu fyrirtæki farin að halda fundi og tala um hvernig þau geta lagt lið í baráttunni. Hreyfiafl peninga er mikið og gaman að sjá þegar það afl er nýtt til góðs. Það er nefnilega enginn ein hugmyndafræði sem mun draga okkur út úr loftslagskrísunni. Það mun enginn geta sagt eftir 25 ár: Ég sagði ykkur það, mín lausn reyndist best. Hvorki náttúrusinni né tæknisinni. Þegar Covid-faraldurinn stóð yfir fylgdum við ráðleggingum vísindamanna sem sögðu: Það þarf að nota allar lausnir ef við ætlum að ná árangri. Við þurfum að gera slíkt hið sama í loftslagsmálum, hlusta á ráðleggingar vísindamanna og velja þær lausnir sem skila árangri, ekki bara þær sem okkur þykja rómantískar og fallegar. Í nýlegri grein í Guardian („No miracles needed“) kemur fram að allar lausnir séu til staðar nú þegar til að leysa loftslagsvandann (vindorka, jarðvarmaorka, vatnsaflsorka, sólarorka o.fl.), að við þurfum bara að fara að hefjast handa og hætta óþarfa deilum um lausnir. Og að nota alla hreina orku sem er möguleg. Við þurfum að hugsa vandann út fyrir okkar eigin hugmyndafræði og takast í hendur, bæði náttúrusinnar og tæknisinnar og segja: Við erum í sama liði, höfum sama markmið. Nýtum allar lausnir sem virka. Bæði minnka losun og fanga losun. Við þurfum að gera bæði. Höfundur er verkfræðingur og formaður stjórnar Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Deilur um ástæður hlýnunar jarðar eru að mestu hljóðnaðar. Hópar hafa færst nær því að vera sammála um rót vandans og lagt trúnað á niðurstöður vísindamanna. Að meginástæðan sé of sé of mikil losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið, nokkuð sem við mannfólk getum haft heilmikil áhrif á. En þótt við flest séum orðin sammála um ástæður vandans þá er farið að loga í gamla deilubálinu að nýju þegar rætt er um hvaða lausnir eigi að velja til að leysa loftslagsvandann. Margar lausnir eru nefndar, margir hafa á þeim miklar skoðanir en merkilega fáir virðast tala út frá ráðleggingum vísindafólks um hvaða lausnir séu heppilegastar þegar heildarmyndin er skoðuð. Lausnir út frá smekk? Á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis, auka framleiðslu á grænni orku, framleiða grænt eldsneyti fyrir skip, flug og önnur samgöngutæki, minnka losun og neyslu, aðhyllast óbreytta landnotkun, taka upp kolefnisskatta, auka getu náttúrunnar til að fanga CO2 úr andrúmslofti, endurheimta votlendi, hætta notkun plasts, o.fl? Allt gagnlegar tillögur en svo mikið er deilt um hverjar skuli valdar að deilurnar sjálfar eru orðnar helsti þröskuldurinn í að leysa loftslagsmál. Umræðan er oft þannig að ef einhver mælir með einni lausn þá er algengt að viðkomandi tali hinar lausnirnar niður. Sá sem vill leggja áherslu á að minnka losun talar oft gegn nýjum grænum orkukostum. Sá sem vill leysa vandann með því að gróðursetja tré gæti er allt eins líklegur til að vera á móti endurheimt votlendis. Og þeir sem vilja ástunda landvernd vilja fyrst og fremst samdrátt í neyslu. Brotavísindi Ofangreindar lausnir gera allar heilmikið gagn í loftslagsmálum, samkvæmt vísindum, en duga ekki einar og sér til að leysa loftslagsvandann. Að draga úr losun hefur jákvæð áhrif skv. vísindum en dugar ekki til að leysa loftslagsvandann. Alveg eins og við vitum að það er ekki nóg að treysta bara á eitt bætiefni eins og lýsi til að verða hraustur. Það hjálpar en það þarf meira til, ýmis önnur bætiefni, hreyfingu og aðra þætti. Margir falla í keimlíka gildru þegar lausnir í loftslagsmálum eru ræddar. Það má kalla það brotavísindi þegar því er haldið fram að ein tiltekin hugmynd, sem gerir gagn skv. vísindum, geti leyst loftslagsmál ein og sér, þegar vísindin segja á sama tíma að sú aðferð leysi aðeins brot af vandamálinu. Yfir þennan þröskuld þurfum við öll að stíga, að viðurkenna að þó að ein tiltekin lausn geri gagn þá leysir hún ekki loftslagvandann, ein og sér. Til þess þurfi að velja margar ólíkar lausnir. Viljum við raunverulega leysa loftslagsvandann eða erum við aðeins á höttunum eftir okkar lausn sem hentar okkar hugmyndafræði? Náttúrusinnar og tæknisinnar Skipta má fólki sem er áhugasamt um loftslagsmál gróflega séð í tvo hópa, náttúrusinna og tæknisinna (í bók Charles Mann nefndir „prophets“ og „wizards“). Hópar með sama markmið en vilja fara að því mjög ólíkar leiðir. Náttúrusinnar vilja minnka neyslu og draga úr losun og þar með draga úr orkuþörf. Vilja endurhugsa okkar daglega líf og taka upp breytta neyslu- og lifnaðarhætti með því að stefna að samdrætti í efnahagskerfum (economic degrowth). Tæknisinnar vilja hins vegar taka eins hröð skref áfram og hægt er og nota til þess tæknilegar lausnir sem leyst geta loftslagsvandann. Vilja nota orku til að minnka CO2 úr andrúmslofti og skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænt eldsneyti. Með einföldum hætti eru þessir tveir hópar eins og vörn og sókn í sama liði nema hvað að hér er erfitt að fá vörnina til að vinna með sókninni og öfugt. Þegar fylkingarnar tvær keppast við að ná fram sýnum sjónarmiðum geta þær misst af heildarmyndinni. Loftslagsvandinn er ekki eins og samkvæmisleikur þar sem hægt er að velja lausnir eftir smekk eða trú, heldur þurfum við að skoða lausnir út frá því hvað vísindin segja og fara svo öll í sameiginlegt allsherjarátak þar sem allar gagnlegar lausnir þurfa að komast í framkvæmd og það hratt. Við höfum einfaldlega ekki tíma til að handvelja uppáhaldslausnina eins og konfektmola því áhrif loftslagsvandans eru að skella á mjög hratt, bæði með beinum afleiðingum svo ekki sé minnst á óbeinar hliðarafleiðingar eins og aukningu smitsjúkdóma. Að gera bæði Það er ekki valkvætt hvort við drögum úr losun eða bindum losun sem þegar er komin út í andrúmsloftið. Og ekki valkvætt hvort við fjármögnum orkuskipti í samgöngum, endurheimtum votlendi eða gróðursetjum tré. Við þurfum að gera næstum allt, ekki bara að einblína á þær lausnir sem hentar hugmyndafræði hvers og eins. Það gengur ekki að halda einungis á lofti því sjónarmiði að vernda beri land og hafna á grundvelli þess lausnum í loftslagsmálum. Takist ekki að leysa loftslagsvandann mun hækkun hitastigs á jörðinni leiða til mestu landbreytinga sem við höfum séð á okkar tímum. Að vilja vernda land en að kalla með því fram mestu landbreytingar okkar tíma er mögulega svipað eins og að skjóta sig í fótinn. Verndun lands er mikilvæg en má ekki koma í veg fyrir að hægt sé að leysa loftslagsvandann. Að draga úr losun er ekki nóg sem eina lausnin til að stóla á, en er mjög mikilvæg sem hluti af heildarlausninni. Það er nánast útilokað að draga nægilega hratt úr losun til að stöðva hlýnun jarðar í tæka tíð. Til þess þyrfti að taka upp algjörlega nýja lifnaðarhætti, sumpart svipaða því sem tíðkuðust á 18. eða 19. öld. Óháð því hvort það sé æskilegt eða geranlegt, er tíminn einfaldlega ekki til staðar. Það er mikilvægt að dregið sé úr losun, eins mikið og eins hratt og mögulegt er, en fleiri lausna verður að leita. Hrein orka og samningar Ísland framleiðir mikið af hreinni orku, og nefna sumir þann kost að hraða á baráttunni í loftslagsmálum með því að færa orku frá stórum notendum yfir í aðra nýtingu. En slík orka er samningsbundin, mestanpart til langs tíma og ber að virða gerða samninga. Allt tal, sem af og til dúkkar upp hér á landi, um að það sé léttleikandi hægt að aftengja orku frá samningsbundnum aðila og tengja eitthvert annað er fullkomlega óraunhæft og skaðar á endanum orðspor Íslands. Að auki eru stór iðnfyrirtæki hér á landi hratt að vinna sig í átt að mengunarhlutleysi. Það mun hraða verulega á orkuskiptum hér á landi með því að CO2 sé ekki lengur hleypt út í andrúmsloftið, heldur sé fangað og nýtt til að framleiða grænt eldsneyti (t.d. á fiskiskipaflotann), í stað innflutts jarðefnaeldsneytis. Þjóðarorkusátt og orkusjálfstæði Íslands Það má hins vegar byrja að ræða hugmyndir í átt að einskonar þjóðarorkusátt sem gæti falist í því að gera tímabundna stefnubreytingu í orkumálum þjóðarinnar um að hluti af nýrri orku sem komi inn í kerfin hér á landi fari að verulegum hluta í orkuskipti. Nýlegar Evrópureglugerðir, sem eru í innleiðingu á Íslandi nú, opna nefnilega á að tímabundnar heimildir séu settar til slíks. Ríkisvaldið gæti þannig tryggt að sett markmið um orkuskipti náist, með því að skilyrða leyfi til nýrrar orkuöflunar því að ný orka rati að hluta í orkuskipti. Þetta myndi hraða mjög á orkusjálfstæði Íslands sem er mikilvægt svo að Ísland þurfi ekki að vera háð öðrum um orku á skip, flug og önnur samgöngutæki. Þjóðarorkusátt gæti með þessum hætti verið sú leið sem ólíkir hópar geta sameinast um og gæti sett Ísland í fremstu röð í baráttunni í loftslagsmálum. Er „NIMBY-ismi“ stóri þröskuldurinn í loftslagsmálaum? Við þurfum að vara okkur á NIMBY-isma (Not in My Back Yard) sem segir: Ég styð allar lausnir í loftslagsmálum, bara ekki ef þær eru settar upp í minni heimasveit. Hvers konar umhverfisvernd er það? Er það ásættanlegt að sjá nokkrar vindmyllur í fjarska og eiga þá séns að sigra í loftslagsbaráttunni? Eða er þægindatilfinning okkar Vesturlandabúa orðin svo sjálfsögð að við teljum okkur geta komist hjá því að hafa gagnlegar lausnir í loftslagsmálum í okkar eigin umhverfi? Hér ræður hvort við hugsum þröngt um okkar eigin hag eða hvort í okkur búi sannur vilji til að taka þátt í loftslagsbaráttu með okkur öll í huga. Erum við í menningarbaráttu („culture war“) eða erum við í loftslagsbaráttu? Menningar- og hugmyndafræðileg átök, undir merkjum loftslagsbaráttu, munu að öllum líkindum ekki ná að gera mikið gagn í loftslagsmálum á endanum. Við getum horft á vindmyllu með tvennum hætti. Litið á hana sem járnhlut sem skyggir á útsýni (viðhorf sem hverfist um okkar eigið sjálf). Við getum líka horft á vindmyllu og sagt, vertu velkomin því þú ert raunveruleg hjálp sem telur í loftslagsbaráttunni. Enginn ein hugmyndafræði mun sigra Fyrsta bylgjan í umhverfismálum (seint á síðustu öld) snérist um vernd á umhverfi. Önnur bylgjan (sem við erum í nú) snýst um aðgerðir þjóðríkja til að ná tökum á loftslagsvandanum. Gagn er í báðum leiðum en meira þarf til, því vandinn er það stór. Þriðja bylgjan í umhverfismálum (sem nú er rétt að hefjast) mun hins vegar snúast um að velja fjárfestingar og samhæfðar lausnir til að leysa loftsagsvandann. Eitt dæmi um þessa þriðju bylgju, er nýleg ákvörðun norska olíusjóðsins um að stefna að því að losa sig við fjárfestingar í fyrirtækjum sem taka ekki fullan þátt í loftslagsbaráttunni. Og allt í einu eru ólíklegustu fyrirtæki farin að halda fundi og tala um hvernig þau geta lagt lið í baráttunni. Hreyfiafl peninga er mikið og gaman að sjá þegar það afl er nýtt til góðs. Það er nefnilega enginn ein hugmyndafræði sem mun draga okkur út úr loftslagskrísunni. Það mun enginn geta sagt eftir 25 ár: Ég sagði ykkur það, mín lausn reyndist best. Hvorki náttúrusinni né tæknisinni. Þegar Covid-faraldurinn stóð yfir fylgdum við ráðleggingum vísindamanna sem sögðu: Það þarf að nota allar lausnir ef við ætlum að ná árangri. Við þurfum að gera slíkt hið sama í loftslagsmálum, hlusta á ráðleggingar vísindamanna og velja þær lausnir sem skila árangri, ekki bara þær sem okkur þykja rómantískar og fallegar. Í nýlegri grein í Guardian („No miracles needed“) kemur fram að allar lausnir séu til staðar nú þegar til að leysa loftslagsvandann (vindorka, jarðvarmaorka, vatnsaflsorka, sólarorka o.fl.), að við þurfum bara að fara að hefjast handa og hætta óþarfa deilum um lausnir. Og að nota alla hreina orku sem er möguleg. Við þurfum að hugsa vandann út fyrir okkar eigin hugmyndafræði og takast í hendur, bæði náttúrusinnar og tæknisinnar og segja: Við erum í sama liði, höfum sama markmið. Nýtum allar lausnir sem virka. Bæði minnka losun og fanga losun. Við þurfum að gera bæði. Höfundur er verkfræðingur og formaður stjórnar Carbon Iceland.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar