170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 14:26 Willum Þór Þórsson lagði þessar tillögur fyrir ríkisstjórnina í dag. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarna daga eftir að greint var frá því að minnst þrjátíu og fimm undir fimmtugu, sem hafa verið í meðferð á Vogi vegna ópíóðafíknar, hafi látist á þessu ári. Þá eru uppi vísbendingar um að vandinn fari vaxandi meðal ungs fólks. Segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu að mikilvægar aðgerðir til að bregðast við þessu feli í sér aukið aðgengi að fjölbreyttri, gagnreyndri meðferð við vímuefnavanda og skaðaminnkandi úrræðum. Þar með talið gagnreyndri viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn. Þá þurfi að auka fræðslu, forvarnir og heilsueflingu. Þá er ein hættulegasta aukaverkun ópíóða öndunarbæling og með notkun stórra skammta eykst hætta á ofskömmtun og öndunartoppi. Því eru þeir sem reykja eða sprauta ópíóðum í æð í hvað mestri hættu hvað það varðar. Aðgerðir sem ráðist verður í eru fjórþættar: Þróuð verður flýtimóttaka/viðbragðsþjónusta sem samstarfsverkefni SÁÁ, Landspítala og heilsugæslu þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Áætlaður kostnaður er 50 m.kr. Tryggja verði að neyðarlyfið Naloxon í nefúðaformi sem notað gegn ópíóðaofskömmtun sé aðgengilegt fólki á landsvísu án endurgjalds, bæði í gegnum skaðaminnkunarúrræði og á heilsugæslum landsins. Áætlaður kostnaður 10 m.kr. Úrræði á vegum frjálsra félagasamtaka efld, s.s. Foreldrahúss, sem sýnt hafa fram á árangur á sviði viðbragðsforvarna og snemmtækra inngripa fyrir ungmenni sem sýna forstigseinkenni vímuefnavanda og aðstandenda þeirra, með það að markmiði að koma í veg fyrir þróun frekari vanda eða fíknisjúkdóm. Áætlaður kostnaður 30 m.kr. Tryggt verði greitt aðgengi notenda að gagnreyndri lyfjameðferð við ópíóðafíkn þar sem m.a. er notuð lyf eins og buprenorphin, metadon og í sumum tilfellum önnur ópíóíðalyf. Áætlaður kostnaður 80 m.kr. Uppfært klukkan 16:24 Heilbrigðiráðuneytið segir í nýrri tilkynningu að „vegna tilkynningar ráðuneytisins um aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíða, að tillögur ráðherra þar að lútandi sem lagðar voru fram á fundi ríkisstjórnar í dag voru þar einungis til kynningar en ekki samþykktar. Tillögurnar verða ræddar í næstu viku í ráðherranefnd um samræmingu mála ásamt fleiri aðgerðum á þessu sviði. Ríkisstjórnin mun síðan fjalla um niðurstöður ráðherranefndarinnar.“ Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarna daga eftir að greint var frá því að minnst þrjátíu og fimm undir fimmtugu, sem hafa verið í meðferð á Vogi vegna ópíóðafíknar, hafi látist á þessu ári. Þá eru uppi vísbendingar um að vandinn fari vaxandi meðal ungs fólks. Segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu að mikilvægar aðgerðir til að bregðast við þessu feli í sér aukið aðgengi að fjölbreyttri, gagnreyndri meðferð við vímuefnavanda og skaðaminnkandi úrræðum. Þar með talið gagnreyndri viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn. Þá þurfi að auka fræðslu, forvarnir og heilsueflingu. Þá er ein hættulegasta aukaverkun ópíóða öndunarbæling og með notkun stórra skammta eykst hætta á ofskömmtun og öndunartoppi. Því eru þeir sem reykja eða sprauta ópíóðum í æð í hvað mestri hættu hvað það varðar. Aðgerðir sem ráðist verður í eru fjórþættar: Þróuð verður flýtimóttaka/viðbragðsþjónusta sem samstarfsverkefni SÁÁ, Landspítala og heilsugæslu þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Áætlaður kostnaður er 50 m.kr. Tryggja verði að neyðarlyfið Naloxon í nefúðaformi sem notað gegn ópíóðaofskömmtun sé aðgengilegt fólki á landsvísu án endurgjalds, bæði í gegnum skaðaminnkunarúrræði og á heilsugæslum landsins. Áætlaður kostnaður 10 m.kr. Úrræði á vegum frjálsra félagasamtaka efld, s.s. Foreldrahúss, sem sýnt hafa fram á árangur á sviði viðbragðsforvarna og snemmtækra inngripa fyrir ungmenni sem sýna forstigseinkenni vímuefnavanda og aðstandenda þeirra, með það að markmiði að koma í veg fyrir þróun frekari vanda eða fíknisjúkdóm. Áætlaður kostnaður 30 m.kr. Tryggt verði greitt aðgengi notenda að gagnreyndri lyfjameðferð við ópíóðafíkn þar sem m.a. er notuð lyf eins og buprenorphin, metadon og í sumum tilfellum önnur ópíóíðalyf. Áætlaður kostnaður 80 m.kr. Uppfært klukkan 16:24 Heilbrigðiráðuneytið segir í nýrri tilkynningu að „vegna tilkynningar ráðuneytisins um aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíða, að tillögur ráðherra þar að lútandi sem lagðar voru fram á fundi ríkisstjórnar í dag voru þar einungis til kynningar en ekki samþykktar. Tillögurnar verða ræddar í næstu viku í ráðherranefnd um samræmingu mála ásamt fleiri aðgerðum á þessu sviði. Ríkisstjórnin mun síðan fjalla um niðurstöður ráðherranefndarinnar.“
Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27 Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
„Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00
Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Móðir tvítugs pilts sem lést fyrir nokkrum vikum eftir of stóran skammt af fíkniefnum telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Hún lýsir síðustu vikum sem algjörri martröð. 27. apríl 2023 19:27
Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. 27. apríl 2023 16:02