„Ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2023 19:47 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var stoltur af sínum mönnum eftir baráttusigur á móti KA í Víkinni í kvöld. „Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
„Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00