Framtíðin er í húfi Gunnar Smári Egilsson skrifar 1. maí 2023 13:31 Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Verkalýðsdagurinn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun