Fagna sigrinum með því að bjóða leikmönnum Wrexham til Syndaborgarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 23:01 Þessir tveir eru að njóta þess að eiga knattspyrnulið. Matthew Ashton/Getty Images Hollywood-stjörnurnar og eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, Rob McElhenney og Ryan Reynolds, hafa ákveðið að bjóða leikmönnum liðsins til Las Vegas eftir að liðið sigraði ensku E-deildina. Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil. Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig. Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas. Wrexham owners Ryan Reynolds and Rob McElhenney are sending the club s players to Las Vegas as a reward for winning promotion to the English Football League, sources have told ESPN pic.twitter.com/NH5l1Atfco— ESPN FC (@ESPNFC) May 1, 2023 ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31 Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil. Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig. Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas. Wrexham owners Ryan Reynolds and Rob McElhenney are sending the club s players to Las Vegas as a reward for winning promotion to the English Football League, sources have told ESPN pic.twitter.com/NH5l1Atfco— ESPN FC (@ESPNFC) May 1, 2023 ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31 Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31
Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31