Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 17:54 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, er allt annað en sáttur við vinnubrögð Sýnar og KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. Leikur Þróttar og Selfoss átti upphaflega að fara fram í gær, mánudag. Vegna veðurs var hins vegar ákveðið að fresta leiknum um tvo daga og átti hann því að fara fram á morgun, miðvikudag. Nú hefur leiknum hins vegar verið frestað í annað sinn og verður hann leikinn á fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Selfossi. Ástæða þess að leiknum var frestað í annað sinn var svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Fyrsti heimaleikur Selfoss í Bestu deildinni 2023 verður á FIMMTUDAGINN kl 19:15Hvetjum alla til að mæta á JÁVERK-VÖLLINN og láta heyra í sér Áfram Selfoss :) pic.twitter.com/5GAmMWgDaY— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 2, 2023 „Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum“ Eins og áður segir er Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, allt annað en sáttur við þessa ákvörðun. Í samtali við mbl.is í dag segir hann að vinnubrögðin séu til skammar og að hvorki hann né leikmenn Þróttar muni ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leik liðsins gegn Selfyssingum. „Þessi vinnubrögð eru til skammar og ég fæ að vita það fyrir klukkutíma síðan að þeir séu búnir að færa leikinn fram til fimmtudagsins,“ sagði Nik í samtali við mbl.is. „Það stóð til að við myndum æfa í dag, fyrir leikinn á morgun, en þetta setur allan undirbúninginn okkar úr skorðum. Leikmenn Þróttar eru ekki með hundruð þúsunda í laun á mánuði eins og og sumir leikmenn karlamegin,“ segir Nik og bætir við að það geti verið heljarinnar vesen fyrir leikmenn liðsins þegar verið sé að riðla skipulaginu svona. „Þær eru í vinnum, í námi og eiga börn. Þær þurfa frí úr vinnu, þær þurfa að mæta í próf og stundum þurfa þær að redda barnapössun fyrir börnin sín. Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum fyrir bæði leikmenn og þjálfara og það versta er að þetta var gert í engu samráði við hvorugt lið.“ Þá mun hvorki Nik né nokkur leikmanna Þróttar ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leikinn á fimmtudaginn. Þjálfarinn hótar því einnig að fjölmiðlabannið muni standa eitthvað lengur. „Hvorki ég, né leikmenn Þróttar munu ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir þennan leik og við erum alvarlega að íhuga að ræða ekki við neinn frá þessum miðli eitthvað inn í sumarið,“ sagði Nik að lokum í samtali við mbl.is. The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023 „Vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, tekur undir þessa gagnrýni kollega síns og segir vinnubrögðin vera vanvriðringu gagnvar tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara,“ ritar Björn á Twitter-síðu sína. Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023 Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Leikur Þróttar og Selfoss átti upphaflega að fara fram í gær, mánudag. Vegna veðurs var hins vegar ákveðið að fresta leiknum um tvo daga og átti hann því að fara fram á morgun, miðvikudag. Nú hefur leiknum hins vegar verið frestað í annað sinn og verður hann leikinn á fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Selfossi. Ástæða þess að leiknum var frestað í annað sinn var svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Fyrsti heimaleikur Selfoss í Bestu deildinni 2023 verður á FIMMTUDAGINN kl 19:15Hvetjum alla til að mæta á JÁVERK-VÖLLINN og láta heyra í sér Áfram Selfoss :) pic.twitter.com/5GAmMWgDaY— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 2, 2023 „Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum“ Eins og áður segir er Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, allt annað en sáttur við þessa ákvörðun. Í samtali við mbl.is í dag segir hann að vinnubrögðin séu til skammar og að hvorki hann né leikmenn Þróttar muni ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leik liðsins gegn Selfyssingum. „Þessi vinnubrögð eru til skammar og ég fæ að vita það fyrir klukkutíma síðan að þeir séu búnir að færa leikinn fram til fimmtudagsins,“ sagði Nik í samtali við mbl.is. „Það stóð til að við myndum æfa í dag, fyrir leikinn á morgun, en þetta setur allan undirbúninginn okkar úr skorðum. Leikmenn Þróttar eru ekki með hundruð þúsunda í laun á mánuði eins og og sumir leikmenn karlamegin,“ segir Nik og bætir við að það geti verið heljarinnar vesen fyrir leikmenn liðsins þegar verið sé að riðla skipulaginu svona. „Þær eru í vinnum, í námi og eiga börn. Þær þurfa frí úr vinnu, þær þurfa að mæta í próf og stundum þurfa þær að redda barnapössun fyrir börnin sín. Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum fyrir bæði leikmenn og þjálfara og það versta er að þetta var gert í engu samráði við hvorugt lið.“ Þá mun hvorki Nik né nokkur leikmanna Þróttar ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leikinn á fimmtudaginn. Þjálfarinn hótar því einnig að fjölmiðlabannið muni standa eitthvað lengur. „Hvorki ég, né leikmenn Þróttar munu ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir þennan leik og við erum alvarlega að íhuga að ræða ekki við neinn frá þessum miðli eitthvað inn í sumarið,“ sagði Nik að lokum í samtali við mbl.is. The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023 „Vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, tekur undir þessa gagnrýni kollega síns og segir vinnubrögðin vera vanvriðringu gagnvar tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara,“ ritar Björn á Twitter-síðu sína. Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira