Fótbolti

PSG setur Messi í tveggja vikna agabann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lionel Messi mun hvorki æfa né spila með PSG næstu tvær vikurnar.
Lionel Messi mun hvorki æfa né spila með PSG næstu tvær vikurnar. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Franska stórveldið Paris Saint-Germain hefur ákveðið að setja Lionel Messi, einn besta knattspyrnumann sögunnar, í tveggja vikna agabann eftir að leikmaðurinn ferðaðist til Sádi-Arabíu í leyfisleysi.

Leikmenn PSG áttu að fá frí frá æfingum í gær og í dag, en eftir 3-1 tap liðsins gegn Lorient síðastliðinn sunnudag ákvað Cristophe Galtier, knattspyrnustjóri liðsins, að allir leikmenn ættu að mæta á æfingu.

Hinn 35 ára Messi var hins vegar hvergi sjáanlegur á æfingum þar sem hann ferðaðist til Sádi-Arabíu. Messi er sendiherra ferðamála fyrir Visit Saudi-Arabia og hafði ferðinni verið frestað í tvígang áður. 

Samkvæmt umfjöllun BBC um málið á Messi að hafa beðið um leyfi fyrir því að fara í ferðina, en því hafi verið hafnað.

Eins og áður segir hefur Messi nú verið settur í tveggja vikna agabann af PSG og mun hann því hvorki æfa né spila með félaginu næstu 14 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×