Staðreyndaúttektir í einelti- og áreitnimálum á vinnustöðum Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 3. maí 2023 09:01 Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu. Þetta þekkja stjórnendur og mannauðsfólk íslenskra vinnustaða því miður alltof vel. Það er einnig þekkt að erfitt getur reynst að greina vandann sem tengist þessum EKKO málum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015 sem tengist lögum um hollustuhætti á vinnustað nr. 46 frá 1980. Þar eru hugtökin skilgreind, fjallað um birtingarmyndir en einnig farið yfir skyldur stjórnenda hvað varðar þessi mál. Vandamál tengd EKKO verða oft bæði sár og erfið og hafa áhrif á allan vinnustaðinn eins og áður er nefnt. Þá geta þessar kvartanir orðið til þess að vinnustaðir verða skaðabótaskyldir gagnvart einstaklingum ef ekki er rétt að málum staðið í samræmi við lög og reglugerð. Starfsfólk Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu hefur unnið að úttektum á þessum málum frá árinu 2002. Innan stofunnar hefur því bæði orðið til mikil reynsla og þekking varðandi vinnslu þessara kvartana. Það er þó alveg ljóst að hvert mál er einstakt, alltaf er nauðsynlegt að vanda mjög til verka og ekki er allt sem sýnist í fyrstu þegar kvartanir eru skoðaðar. Birtingamyndir eineltis og áreitni eru margskonar. Þá er misnotkun á valdi, bæði formlegu og óformlegu mikilvæg breyta í þessum málum, sem nauðsynlegt er að taka með í reikninginn. Vanlíðan þeirra sem verða fyrir neikvæðri og niðurlægjandi framkomu er einnig oft falin. Ljóst er að þekking og skýr og fagleg vinnubrögð eru nauðsynleg innan vinnustaða svo hægt sé að bregðast við af hlutleysi og með árangursríkum hætti. Dagana 10.-12.maí nk. verður haldin þriggja daga vinnustofa fyrir mannauðsfólk þar sem fjallað verður um úttektir í málum sem varða kvartanir um einelti og áreitni á vinnustöðum. Vinnustofan er haldin af Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu í samvinnu við Ståle Einarsen prófessor við Bergen háskóla. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir rannsóknarhópi um einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma þau Karin Einarsen, sem er einnig fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester, en þau eru samstarfsfélagar Ståle bæði í rannsóknum og námskeiðahaldi. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum hvað varðar rannsóknir og kennslu í efninu. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víða um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um þá nálgun sína sem hér verður kynnt, sem byggir á staðreyndanálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hefur sótt námskeið hjá þessum frábæru fræðimönnum og nú er komið að því að leyfa öðrum að njóta, og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Vinnustofa þessi er ætluð fólki sem vinnur að mannauðsmálum innan stofnana og fyrirtækja. Það er meira en að segja það að þurfa að bera þá erfiðu ábyrgð að bregðast við, komi upp grunur eða kvartanir tengdar einelti og áreitni og tryggja að þessi mál séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Uppselt er á vinnustofuna að þessu sinni enda komast aðeins 30 manns að. Vonir standa til að hægt verði að endurtaka vinnustofuna næsta haust. Höfundur er sálfræðingur og stofnandi Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafastofu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun