Katrín fundar með Selenskí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 09:05 Forseti Úkraínu verður á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki. Getty/Yan Dobronosov Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira