Handbolti

„Ég er mjög mikill aðdáandi Eyjunnar en held að FH sé sterkari“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Logi Geirsson hefur trú á sínum mönnum í FH.
Logi Geirsson hefur trú á sínum mönnum í FH. vísir/snædís

Logi Geirsson hefur meiri trú á FH en ÍBV í einvígi liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla.

Logi og Bjarni Fritzson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti Handkastsins. Þeir spáðu meðal annars í spilin fyrir undanúrslit Olís-deildarinnar.

„Ég er mjög mikil aðdáandi Eyjunnar, ÍBV, úrslitakeppnin og stemmningin en ég held að FH sé sterkari,“ sagði Logi í Handkastinu.

„Þeir enduðu fyrir ofan þá í deildinni og unnu þá úti frekar sannfærandi. FH er með einhverja eiginleika núna, Einar Braga [Aðalsteinsson] og gæja sem loka leikjum. Þeir þurfa ekki lengur endilega að treysta á Ása [Ásbjörn Friðriksson] lengur.“

Logi og Bjarni hrósuðu líka leikstjórnanda FH, Einari Erni Sindrasyni, í hástert. „Einar er ekkert eðlilega góður,“ sagði Bjarni.

„Hann er eins og Gísli [Þorgeir Kristjánsson]. Hann þarf bara aðeins að þróa leikinn sinn og þá kemst hann á næsta stall.“

Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um viðureign FH og ÍBV hefst á 59:00.

Fyrsti leikur FH og ÍBV fer fram í Kaplakrika annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×