Real Madrid að landa Bellingham Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 13:20 Jude Bellingham hefur slegið í gegn með Dortmund og verið í sigti bestu liða Evrópu. Getty/Joachim Bywaletz Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hefur verið afar eftirsóttur en nú virðist spænska stórveldið Real Madrid hafa haft sigur úr býtum í kapphlaupinu um þennan öfluga miðjumann þýska félagsins Dortmund. Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, greinir frá því á Twitter að Real sé nálægt samkomulagi um kaup á Bellingham. Það sé staðfest og að viðræður séu að komast á lokastig. Real Madrid are close to complete deal to sign Jude Bellingham, confirmed. Negotiations are progressing to the final stages.Personal terms are almost agreed Juni Calafat, crucial again.New meeting has been scheduled to complete the agremeent with Borussia Dortmund. pic.twitter.com/EZO76bXiHk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Samkomulag við leikmanninn sjálfan er nánast í höfn og segir Romano að Juni Calafat, yfirnjósnari hjá Real, sé enn á ný að reynast mikilvægur en honum hefur verið lýst sem algjörum lykilmanni í að fá unga og eftirsótta leikmenn til Real síðustu ár. Romano segir einnig að búið sé að skipuleggja nýjan fund á milli Real og Dortmund til að ganga frá samningi um kaupin. Vonast sé til þess að málið verði frágengið í þessum mánuði í stað þess að hætta verði á einhverri U-beygju á síðustu stundu. Real Madrid hope to finalize Bellingham deal already this month as they did with Tchouaméni in order to avoid any late u-turn. Real feel agreement on personal terms is almost reached, as @jfelixdiaz @marca called after Juni Calafat multiple meetings with player s camp. pic.twitter.com/W1Hicy3KSg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Bellingham er aðeins 19 ára en hefur sannað sig sem afar góður miðjumaður á þremur leiktíðum með Dortmund í þýsku 1. deildinni. Hann var einnig áberandi með enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 A-landsleiki. Samningur Bellinghams við Dortmund rennur út eftir tvö ár en lengi hefur verið útlit fyrir að hann færi frá félaginu í sumar og hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester City og Liverpool áður en Liverpool dró sig úr kapphlaupinu í síðasta mánuði. Þýski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, greinir frá því á Twitter að Real sé nálægt samkomulagi um kaup á Bellingham. Það sé staðfest og að viðræður séu að komast á lokastig. Real Madrid are close to complete deal to sign Jude Bellingham, confirmed. Negotiations are progressing to the final stages.Personal terms are almost agreed Juni Calafat, crucial again.New meeting has been scheduled to complete the agremeent with Borussia Dortmund. pic.twitter.com/EZO76bXiHk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Samkomulag við leikmanninn sjálfan er nánast í höfn og segir Romano að Juni Calafat, yfirnjósnari hjá Real, sé enn á ný að reynast mikilvægur en honum hefur verið lýst sem algjörum lykilmanni í að fá unga og eftirsótta leikmenn til Real síðustu ár. Romano segir einnig að búið sé að skipuleggja nýjan fund á milli Real og Dortmund til að ganga frá samningi um kaupin. Vonast sé til þess að málið verði frágengið í þessum mánuði í stað þess að hætta verði á einhverri U-beygju á síðustu stundu. Real Madrid hope to finalize Bellingham deal already this month as they did with Tchouaméni in order to avoid any late u-turn. Real feel agreement on personal terms is almost reached, as @jfelixdiaz @marca called after Juni Calafat multiple meetings with player s camp. pic.twitter.com/W1Hicy3KSg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Bellingham er aðeins 19 ára en hefur sannað sig sem afar góður miðjumaður á þremur leiktíðum með Dortmund í þýsku 1. deildinni. Hann var einnig áberandi með enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 A-landsleiki. Samningur Bellinghams við Dortmund rennur út eftir tvö ár en lengi hefur verið útlit fyrir að hann færi frá félaginu í sumar og hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester City og Liverpool áður en Liverpool dró sig úr kapphlaupinu í síðasta mánuði.
Þýski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn