Real Madrid að landa Bellingham Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 13:20 Jude Bellingham hefur slegið í gegn með Dortmund og verið í sigti bestu liða Evrópu. Getty/Joachim Bywaletz Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham hefur verið afar eftirsóttur en nú virðist spænska stórveldið Real Madrid hafa haft sigur úr býtum í kapphlaupinu um þennan öfluga miðjumann þýska félagsins Dortmund. Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, greinir frá því á Twitter að Real sé nálægt samkomulagi um kaup á Bellingham. Það sé staðfest og að viðræður séu að komast á lokastig. Real Madrid are close to complete deal to sign Jude Bellingham, confirmed. Negotiations are progressing to the final stages.Personal terms are almost agreed Juni Calafat, crucial again.New meeting has been scheduled to complete the agremeent with Borussia Dortmund. pic.twitter.com/EZO76bXiHk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Samkomulag við leikmanninn sjálfan er nánast í höfn og segir Romano að Juni Calafat, yfirnjósnari hjá Real, sé enn á ný að reynast mikilvægur en honum hefur verið lýst sem algjörum lykilmanni í að fá unga og eftirsótta leikmenn til Real síðustu ár. Romano segir einnig að búið sé að skipuleggja nýjan fund á milli Real og Dortmund til að ganga frá samningi um kaupin. Vonast sé til þess að málið verði frágengið í þessum mánuði í stað þess að hætta verði á einhverri U-beygju á síðustu stundu. Real Madrid hope to finalize Bellingham deal already this month as they did with Tchouaméni in order to avoid any late u-turn. Real feel agreement on personal terms is almost reached, as @jfelixdiaz @marca called after Juni Calafat multiple meetings with player s camp. pic.twitter.com/W1Hicy3KSg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Bellingham er aðeins 19 ára en hefur sannað sig sem afar góður miðjumaður á þremur leiktíðum með Dortmund í þýsku 1. deildinni. Hann var einnig áberandi með enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 A-landsleiki. Samningur Bellinghams við Dortmund rennur út eftir tvö ár en lengi hefur verið útlit fyrir að hann færi frá félaginu í sumar og hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester City og Liverpool áður en Liverpool dró sig úr kapphlaupinu í síðasta mánuði. Þýski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Hinn mjög svo áreiðanlegi Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, greinir frá því á Twitter að Real sé nálægt samkomulagi um kaup á Bellingham. Það sé staðfest og að viðræður séu að komast á lokastig. Real Madrid are close to complete deal to sign Jude Bellingham, confirmed. Negotiations are progressing to the final stages.Personal terms are almost agreed Juni Calafat, crucial again.New meeting has been scheduled to complete the agremeent with Borussia Dortmund. pic.twitter.com/EZO76bXiHk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Samkomulag við leikmanninn sjálfan er nánast í höfn og segir Romano að Juni Calafat, yfirnjósnari hjá Real, sé enn á ný að reynast mikilvægur en honum hefur verið lýst sem algjörum lykilmanni í að fá unga og eftirsótta leikmenn til Real síðustu ár. Romano segir einnig að búið sé að skipuleggja nýjan fund á milli Real og Dortmund til að ganga frá samningi um kaupin. Vonast sé til þess að málið verði frágengið í þessum mánuði í stað þess að hætta verði á einhverri U-beygju á síðustu stundu. Real Madrid hope to finalize Bellingham deal already this month as they did with Tchouaméni in order to avoid any late u-turn. Real feel agreement on personal terms is almost reached, as @jfelixdiaz @marca called after Juni Calafat multiple meetings with player s camp. pic.twitter.com/W1Hicy3KSg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 3, 2023 Bellingham er aðeins 19 ára en hefur sannað sig sem afar góður miðjumaður á þremur leiktíðum með Dortmund í þýsku 1. deildinni. Hann var einnig áberandi með enska landsliðinu á HM í Katar í vetur og hefur leikið 24 A-landsleiki. Samningur Bellinghams við Dortmund rennur út eftir tvö ár en lengi hefur verið útlit fyrir að hann færi frá félaginu í sumar og hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester City og Liverpool áður en Liverpool dró sig úr kapphlaupinu í síðasta mánuði.
Þýski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira