Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 4. maí 2023 07:00 Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun