Að meðaltali frekar fínt Guðbrandur Einarsson skrifar 4. maí 2023 07:31 Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað. Á sama tíma og þetta er staðan mætir seðlabankastjóri á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilkynnir að skuldastaða heimilanna sé almennt góð, eða að meðaltali 150% af ráðstöfunartekjum. Hvað segir svona tala okkur? Ung fjölskylda fjárfestir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostar 70 milljón krónur. Þessi fjölskylda er með eina milljón í ráðstöfunartekjur eftir að búið er að greiða skatta. Hún greiðir út 20% af kaupverði, eða 14 milljónir, sem hún hafði safnað í mörg ár og tekur lán fyrir eftirstöðvunum upp á 56 milljón krónur. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 12 milljónir á ári og skuldin því 466% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Langt frá meðaltalinu sem seðlabankastjóri talar um. Þau þyrftu að skulda 18 milljónir en ekki 56 til að hanga í meðaltali Seðlabankans. Einstaklingur með 600 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 7,2 milljónir á ári, kaupir sér íbúð á 50 milljónir. Hann greiðir 20% út og tekur lán fyrir eftirstöðvunum, 40 milljón krónum. Þessi einstaklingur skuldar 555% af ráðstöfunartekjum sínum og er enn lengra frá 150% meðaltalinu sem Seðlabankinn ber á borð. Þessi einstaklingur mætti skulda 10,8 milljónir en ekki 40 til að vera í meðaltalinu. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði á undanförnum árum býr í allt öðrum veruleika en þeim sem Seðlabankinn miðar við. Þótt skuldahlutfall sé að meðaltali ásættanlegt þá er staðreyndin að í þessu landi búa tvær þjóðir: Þau sem eiga og þau sem skulda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Fasteignamarkaður Seðlabankinn Guðbrandur Einarsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað. Á sama tíma og þetta er staðan mætir seðlabankastjóri á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilkynnir að skuldastaða heimilanna sé almennt góð, eða að meðaltali 150% af ráðstöfunartekjum. Hvað segir svona tala okkur? Ung fjölskylda fjárfestir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem kostar 70 milljón krónur. Þessi fjölskylda er með eina milljón í ráðstöfunartekjur eftir að búið er að greiða skatta. Hún greiðir út 20% af kaupverði, eða 14 milljónir, sem hún hafði safnað í mörg ár og tekur lán fyrir eftirstöðvunum upp á 56 milljón krónur. Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar eru 12 milljónir á ári og skuldin því 466% af ráðstöfunartekjum heimilisins. Langt frá meðaltalinu sem seðlabankastjóri talar um. Þau þyrftu að skulda 18 milljónir en ekki 56 til að hanga í meðaltali Seðlabankans. Einstaklingur með 600 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 7,2 milljónir á ári, kaupir sér íbúð á 50 milljónir. Hann greiðir 20% út og tekur lán fyrir eftirstöðvunum, 40 milljón krónum. Þessi einstaklingur skuldar 555% af ráðstöfunartekjum sínum og er enn lengra frá 150% meðaltalinu sem Seðlabankinn ber á borð. Þessi einstaklingur mætti skulda 10,8 milljónir en ekki 40 til að vera í meðaltalinu. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði á undanförnum árum býr í allt öðrum veruleika en þeim sem Seðlabankinn miðar við. Þótt skuldahlutfall sé að meðaltali ásættanlegt þá er staðreyndin að í þessu landi búa tvær þjóðir: Þau sem eiga og þau sem skulda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun