Handtaka fólk sem hylmdi yfir með fjöldamorðingjanum í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 15:54 Francisco Oropeza var leitað í fjóra sólarhringi eftir að hann myrti nágranna sína. Tuga þúsunda dollara verðlaunum var heitið þeim sem gæti veitt upplýsingar um dvalarstað hans. AP/David J. Phillip Lögreglan í Texas handtók í dag nokkra einstaklinga sem eru grunaðir um hjálpa karlmanni sem skaut fimm nágranna sína til bana á föstudag að komast undir réttvísinni í fjóra sólarhringa. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi þar sem hann faldi sig undir þvotti. Francisco Oropeza, 38 ára gamall Mexíkói, er sakaður um að skjóta fimm nágranna sína til bana, þar á meðal ungan dreng, í bænum Cleveland í Texas á föstudag. Hann er sagður hafa skotið á nágranna sína eftir að þeir kvörtuðu undan því að hann héldi vöku fyrir ungu barni þeirra með því að skjóta af árásarriffli. Mikil leit staðar-, ríkis- og alríkislögreglu hófst að Oropeza sem lagði á flótta eftir drápin. Hann fannst loksins undir þvotti í skáp í heimahúsi í bænum Cut and Shoot, um 27 kílómetra vestur af Cleveland í gær. Nafnlaus ábending kom lögreglu á spor hans. Tim Kean, aðstoðarlögreglustjóri í San Jacinto-sýslu, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrir hefðu verið handteknir til viðbótar. Hann skýrði ekki hvernig þeir væru taldir tengast glæp Oropeza, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hver sá sem hjálpaði þessi brjálæðingi á sannarlega við einhver vandamál að stríð að mínu viti,“ sagði Kean. Hann sagði ennfremur að Oropeza þurfi að reiða fram fimm milljónir dollara til þess að fá lausn gegn tryggingu þegar hann kemur fyrir dómara í dag. Það er jafnvirði meira en 680 milljóna króna. Flest fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Þau voru öll upprunalega frá Hondúras en voru ekki öll tengd fjölskylduböndum þrátt fyrir að þau byggju saman. Á meðal þeirra látnu var níu ára gamall drengur og móðir hans á þrítugsaldri. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Francisco Oropeza, 38 ára gamall Mexíkói, er sakaður um að skjóta fimm nágranna sína til bana, þar á meðal ungan dreng, í bænum Cleveland í Texas á föstudag. Hann er sagður hafa skotið á nágranna sína eftir að þeir kvörtuðu undan því að hann héldi vöku fyrir ungu barni þeirra með því að skjóta af árásarriffli. Mikil leit staðar-, ríkis- og alríkislögreglu hófst að Oropeza sem lagði á flótta eftir drápin. Hann fannst loksins undir þvotti í skáp í heimahúsi í bænum Cut and Shoot, um 27 kílómetra vestur af Cleveland í gær. Nafnlaus ábending kom lögreglu á spor hans. Tim Kean, aðstoðarlögreglustjóri í San Jacinto-sýslu, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrir hefðu verið handteknir til viðbótar. Hann skýrði ekki hvernig þeir væru taldir tengast glæp Oropeza, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hver sá sem hjálpaði þessi brjálæðingi á sannarlega við einhver vandamál að stríð að mínu viti,“ sagði Kean. Hann sagði ennfremur að Oropeza þurfi að reiða fram fimm milljónir dollara til þess að fá lausn gegn tryggingu þegar hann kemur fyrir dómara í dag. Það er jafnvirði meira en 680 milljóna króna. Flest fórnarlömbin voru skotin í höfuðið. Þau voru öll upprunalega frá Hondúras en voru ekki öll tengd fjölskylduböndum þrátt fyrir að þau byggju saman. Á meðal þeirra látnu var níu ára gamall drengur og móðir hans á þrítugsaldri.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent