10 ár Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 3. maí 2023 17:01 Þennan dag, þann 3. maí fyrir nákvæmlega einum áratugi síðan, hlaut Siðmennt opinbera skráningu sem lífsskoðunarfélag og fékk við það sömu réttindi og trúfélög, hlutdeild í úthlutun sóknargjalda og vígsluréttindi. Þessi breyting átti sér stað í kjölfar uppfærslu á landslögum, sem fyrr um árið höfðu loksins heimilað skráningu lífsskoðunarfélaga sem ekki byggðust á trú á yfirnáttúruleg öfl, heldur hefðu þess í stað veraldlegan gildagrundvöll og fjölluðu um siðferðisleg málefni. Þessi litla breyting á landslögum hefur svo sannarlega haft meiri áhrif á líf og leiki húmanista heldur en mörg okkar hefði órað fyrir. Snjóboltinn rúllar af stað Á þessum tímapunkti spannaði félagsskráin aðeins um 300 húmanista, sem flest höfðu gengið í Siðmennt vegna tengsla við borgaralegar fermingar eða ástríðu fyrir trúfrelsi. Við það að verða skráð lífsskoðunarfélag fékk félagið svo ýmis réttindi til viðbótar við aðild að sóknargjöldum eins og heimild til að gifta fólk á löglegan máta, og að mörgu leyti eru þessi tvö atriði snjókornin sem urðu að snjóbolta sem síðan byrjaði að rúlla. Þessi snjóbolti er nú orðinn ansi myndarlegur; 5400 félagar, yfir 500 athafnir á ári og 15% af árgangi fjórtán ára unglinga hverju sinni. Á síðustu 10 árum hefur félagið næstum tuttugufaldast að stærð og sóknargjöldin hafa gert okkur kleift að byggja upp innviði, ráða starfsfólk og auka fagmennsku í starfseminni. Ótal augnablik Áhrifin margfaldast. Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem fengu að upplifa sína draumaathöfná lífsins tímamótum. Sem hefja hjúskap sinn með húmanísk gildi til grundvallar, í athöfn sem kjarnast í persónulegri nálgun, hjartnæmri frásögn og misvellukkuðum einkahúmor. Sem bjóða barn velkomið í heiminn, með aðstoð athafnastjóra sem heldur utan um stundina þar sem við fáum jafnvel að heyra nýtt nafn og minna okkur á hvernig við getum verið til staðar fyrir hvítvoðunginn. Sem kveðja ástvin, eða útskrifa ungling og taka inn í fullorðinna tölu, að undangengnu námskeiði sem hefur fengið fermingarbarnið til að pæla í lífsins ráðgátum, samskiptum og samfélagi. Á bak við þessar tölur eru ótal augnablik þar sem Siðmennt snerti líf fólks. Heill áratugur af faðmlögum, bröndurum og barnabrosum. Tíu ár eru í senn langur og stuttur tími. Bara sandkorn í stóra samhengi alheimsins en eilífð í lífi barns. Siðmennt er ekki sama félag og það var fyrir áratug síðan, þó enn séu kjarnagildin hin sömu. Félagið hefur þurft að þroskast samhliða þessum vexti og þetta ferðalag hefur verið stórskemmtilegt kapphlaup, en líka oft á tíðum erfitt. Við höfum gert ýmsar breytingar, þróað þjónustuna og prófað nýja hluti. Jöfnuður og jarðvegur Þegar litið er yfir farinn veg má sjá félag í örum vexti, sem grær eftir þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi. Íslenskir húmanistar hafa grætt mikið á þeim réttindum sem félagið öðlaðist þegar skráning veraldlegra lífsskoðunarfélaga var heimiluð; en jarðvegurinn er enn ekki fullkomlega eins og mörg okkar myndu óska sér. Yfirvöld hafa sannarlega ennþá mýmörg tækifæri til betrumbóta, vilji þau skapa samfélag þar sem fólk er sannarlega jafn rétthátt óháð trúarskoðunum. Það er algjör óþarfi að trúfélagsskráning erfist og að sama skapi er hvimleitt að ekki séu gerðar almennilegar kröfur til þeirra félaga sem hljóta ríkisstuðning. Það er ótækt að sálgæsla á heilbrigðisstofnunum henti bara sumu fólki og að grunnskólabörn séu sett í þá stöðu að afhjúpa lífsskoðanir sínar, eða kyngja ellegar trúboði. Þá hlýtur aðskilnaður ríkis og kirkju að vera tímaspursmál í nútímasamfélagi og það væri eðlilegt að yfirvöld myndu leggja sterkari drög að því ferli. Fullu trúfrelsi hefur alls ekki verið náð á Íslandi, en síðustu ár hafa svo sannarlega sýnt að fjölbreytni er góð og að hún hvetur til grósku um gjörvallan völlinn. Um leið og ég er þakklát fyrir þær jákvæðu lagabreytingar sem þegar hafa átt sér stað, hvet ég stjórnvöld til að nýta þessi tímamót til að halda ótrauð áfram í þessa átt. Við getum betur. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og á tíu ára félagsaðildarafmæli í dag. Greinin er rituð í tilefni af tíu ára afmæli skráningar Siðmenntar sem lífsskoðunarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Þennan dag, þann 3. maí fyrir nákvæmlega einum áratugi síðan, hlaut Siðmennt opinbera skráningu sem lífsskoðunarfélag og fékk við það sömu réttindi og trúfélög, hlutdeild í úthlutun sóknargjalda og vígsluréttindi. Þessi breyting átti sér stað í kjölfar uppfærslu á landslögum, sem fyrr um árið höfðu loksins heimilað skráningu lífsskoðunarfélaga sem ekki byggðust á trú á yfirnáttúruleg öfl, heldur hefðu þess í stað veraldlegan gildagrundvöll og fjölluðu um siðferðisleg málefni. Þessi litla breyting á landslögum hefur svo sannarlega haft meiri áhrif á líf og leiki húmanista heldur en mörg okkar hefði órað fyrir. Snjóboltinn rúllar af stað Á þessum tímapunkti spannaði félagsskráin aðeins um 300 húmanista, sem flest höfðu gengið í Siðmennt vegna tengsla við borgaralegar fermingar eða ástríðu fyrir trúfrelsi. Við það að verða skráð lífsskoðunarfélag fékk félagið svo ýmis réttindi til viðbótar við aðild að sóknargjöldum eins og heimild til að gifta fólk á löglegan máta, og að mörgu leyti eru þessi tvö atriði snjókornin sem urðu að snjóbolta sem síðan byrjaði að rúlla. Þessi snjóbolti er nú orðinn ansi myndarlegur; 5400 félagar, yfir 500 athafnir á ári og 15% af árgangi fjórtán ára unglinga hverju sinni. Á síðustu 10 árum hefur félagið næstum tuttugufaldast að stærð og sóknargjöldin hafa gert okkur kleift að byggja upp innviði, ráða starfsfólk og auka fagmennsku í starfseminni. Ótal augnablik Áhrifin margfaldast. Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem fengu að upplifa sína draumaathöfná lífsins tímamótum. Sem hefja hjúskap sinn með húmanísk gildi til grundvallar, í athöfn sem kjarnast í persónulegri nálgun, hjartnæmri frásögn og misvellukkuðum einkahúmor. Sem bjóða barn velkomið í heiminn, með aðstoð athafnastjóra sem heldur utan um stundina þar sem við fáum jafnvel að heyra nýtt nafn og minna okkur á hvernig við getum verið til staðar fyrir hvítvoðunginn. Sem kveðja ástvin, eða útskrifa ungling og taka inn í fullorðinna tölu, að undangengnu námskeiði sem hefur fengið fermingarbarnið til að pæla í lífsins ráðgátum, samskiptum og samfélagi. Á bak við þessar tölur eru ótal augnablik þar sem Siðmennt snerti líf fólks. Heill áratugur af faðmlögum, bröndurum og barnabrosum. Tíu ár eru í senn langur og stuttur tími. Bara sandkorn í stóra samhengi alheimsins en eilífð í lífi barns. Siðmennt er ekki sama félag og það var fyrir áratug síðan, þó enn séu kjarnagildin hin sömu. Félagið hefur þurft að þroskast samhliða þessum vexti og þetta ferðalag hefur verið stórskemmtilegt kapphlaup, en líka oft á tíðum erfitt. Við höfum gert ýmsar breytingar, þróað þjónustuna og prófað nýja hluti. Jöfnuður og jarðvegur Þegar litið er yfir farinn veg má sjá félag í örum vexti, sem grær eftir þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi. Íslenskir húmanistar hafa grætt mikið á þeim réttindum sem félagið öðlaðist þegar skráning veraldlegra lífsskoðunarfélaga var heimiluð; en jarðvegurinn er enn ekki fullkomlega eins og mörg okkar myndu óska sér. Yfirvöld hafa sannarlega ennþá mýmörg tækifæri til betrumbóta, vilji þau skapa samfélag þar sem fólk er sannarlega jafn rétthátt óháð trúarskoðunum. Það er algjör óþarfi að trúfélagsskráning erfist og að sama skapi er hvimleitt að ekki séu gerðar almennilegar kröfur til þeirra félaga sem hljóta ríkisstuðning. Það er ótækt að sálgæsla á heilbrigðisstofnunum henti bara sumu fólki og að grunnskólabörn séu sett í þá stöðu að afhjúpa lífsskoðanir sínar, eða kyngja ellegar trúboði. Þá hlýtur aðskilnaður ríkis og kirkju að vera tímaspursmál í nútímasamfélagi og það væri eðlilegt að yfirvöld myndu leggja sterkari drög að því ferli. Fullu trúfrelsi hefur alls ekki verið náð á Íslandi, en síðustu ár hafa svo sannarlega sýnt að fjölbreytni er góð og að hún hvetur til grósku um gjörvallan völlinn. Um leið og ég er þakklát fyrir þær jákvæðu lagabreytingar sem þegar hafa átt sér stað, hvet ég stjórnvöld til að nýta þessi tímamót til að halda ótrauð áfram í þessa átt. Við getum betur. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og á tíu ára félagsaðildarafmæli í dag. Greinin er rituð í tilefni af tíu ára afmæli skráningar Siðmenntar sem lífsskoðunarfélags.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun