Messi mun fara ókeypis í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:31 Lionel Messi mun yfirgefa París í sumar en hvert fer hann? Getty/Sebastian Frej Nú er orðið ljóst að Lionel Messi mun yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Mikil óvissa ríkir um næsta skref þessa sjöfalda handhafa Gullboltans. Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár. Franski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár.
Franski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira