Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 09:19 Breskar sveitarstjórnir sjá um nærþjónustu eins og sorphirðu, almenningssamgöngur og rekstur skóla. Kosið er til um 230 sveitarstjórna í dag. Vísir/EPA Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári. Horfurnar þykja ekki góðar fyrir Íhaldsflokkinn fyrir kosningarnar í dag. Verkamannaflokkurinn hefur mælst með meira en tíu stiga forskot í skoðanakönnunum á landsvísu eftir hrakfarir íhaldsmanna undanfarin misseri. Sunak tók við sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins af Liz Truss sem skapaði glundroða með efnahagsstefnu sinni í fyrra. Truss hafði sjálf tekið við af Boris Johnson innan við tveimur mánuðum fyrr. Johnson sagði af sér í skugga hvers hneykslismálsins á fætur annars. Fleiri en átta þúsund sæti í 230 sveitarstjórni eru í boði í kosningunum í dag. Reuters-fréttastofan segir að stóru flokkarnir tveir reyni að stilla væntingum í hóf fyrir þær. Þannig sagði formaður Íhaldsflokksins að flokkurinn gæti tapað um þúsund sætum. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir sinn flokk eiga að vinna á vegna þess hversu illa hann stóð sig síðast. Búist er við því að þingkosningar verði haldnar á næsta ári. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna nú gætu gefið innsýn í hvort að Verkamannaflokkurinn eigi möguleika á að velta Íhaldsflokknum úr sessi. Verkamannaflokkurinn hefur ekki setið í ríkisstjórn frá árinu 2010. Sú nýbreytni er í sveitarstjórnarkosningunum í dag að kjósendur þurfa að sýna skilríki með mynd til þess að kjósa. Könnun sem birt var í síðustu viku bendir til þess að fjórðungur kjósenda sé grunlaus um þá breytingu og því er hætta á að einhverjum verði vísað frá kjörstöðum. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Horfurnar þykja ekki góðar fyrir Íhaldsflokkinn fyrir kosningarnar í dag. Verkamannaflokkurinn hefur mælst með meira en tíu stiga forskot í skoðanakönnunum á landsvísu eftir hrakfarir íhaldsmanna undanfarin misseri. Sunak tók við sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins af Liz Truss sem skapaði glundroða með efnahagsstefnu sinni í fyrra. Truss hafði sjálf tekið við af Boris Johnson innan við tveimur mánuðum fyrr. Johnson sagði af sér í skugga hvers hneykslismálsins á fætur annars. Fleiri en átta þúsund sæti í 230 sveitarstjórni eru í boði í kosningunum í dag. Reuters-fréttastofan segir að stóru flokkarnir tveir reyni að stilla væntingum í hóf fyrir þær. Þannig sagði formaður Íhaldsflokksins að flokkurinn gæti tapað um þúsund sætum. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir sinn flokk eiga að vinna á vegna þess hversu illa hann stóð sig síðast. Búist er við því að þingkosningar verði haldnar á næsta ári. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna nú gætu gefið innsýn í hvort að Verkamannaflokkurinn eigi möguleika á að velta Íhaldsflokknum úr sessi. Verkamannaflokkurinn hefur ekki setið í ríkisstjórn frá árinu 2010. Sú nýbreytni er í sveitarstjórnarkosningunum í dag að kjósendur þurfa að sýna skilríki með mynd til þess að kjósa. Könnun sem birt var í síðustu viku bendir til þess að fjórðungur kjósenda sé grunlaus um þá breytingu og því er hætta á að einhverjum verði vísað frá kjörstöðum.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira