Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2023 11:01 Frá bænastundinni í Fossvogskirkju í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. Bænastund verður í Fossvogskirkju síðdegis í dag. Kristófer Gajowski, fulltrúi fjölskyldunnar, verður meðal þeirra sem tekur til máls í athöfninni. Þá mun Iva Marín syngja og Guðný Einarsdóttir spilar á orgel. Kristófer segir atburðina hafa fengið mikið á fjölskyldu Barlomiej. Það sé alltaf sérstaklega sorglegt þegar foreldrar þurfi að skipuleggja útför fyrir börnin sín. Það eigi að vera á hinn veginn. Hann þakkar fyrir þann hlýhug sem sýndur hefur verið fjölskyldunni. Til stendur að flytja jarðneskar leifar Barlomiej til Póllands þar sem önnur athöfn mun fara fram. Mikill kostnaður sé við útfarir eins og fólk viti en þökk sé framlagi fólks hafi fjölskyldan ekki þurft að koma að þeim kostnaði. Úr Fossvogskirkju í dag.Vísir/Vilhelm Þá var stofnaður framtíðarreikningur fyrir tveggja ára dóttur mannsins. Kristófer þakkar allan þann stuðning sem sýndur hefur verið fjölskyldunni. Þrír eru í haldi vegna málsins. Átján ára piltur sætir gæsluvarðhaldi og þá eru tveir undir átján ára vistaðir í úrræði á vegum barnayfirvalda. Fréttin var uppfærð síðdegis með mynd frá bænastundinni í Fossvogskirkju. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. 26. apríl 2023 10:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Bænastund verður í Fossvogskirkju síðdegis í dag. Kristófer Gajowski, fulltrúi fjölskyldunnar, verður meðal þeirra sem tekur til máls í athöfninni. Þá mun Iva Marín syngja og Guðný Einarsdóttir spilar á orgel. Kristófer segir atburðina hafa fengið mikið á fjölskyldu Barlomiej. Það sé alltaf sérstaklega sorglegt þegar foreldrar þurfi að skipuleggja útför fyrir börnin sín. Það eigi að vera á hinn veginn. Hann þakkar fyrir þann hlýhug sem sýndur hefur verið fjölskyldunni. Til stendur að flytja jarðneskar leifar Barlomiej til Póllands þar sem önnur athöfn mun fara fram. Mikill kostnaður sé við útfarir eins og fólk viti en þökk sé framlagi fólks hafi fjölskyldan ekki þurft að koma að þeim kostnaði. Úr Fossvogskirkju í dag.Vísir/Vilhelm Þá var stofnaður framtíðarreikningur fyrir tveggja ára dóttur mannsins. Kristófer þakkar allan þann stuðning sem sýndur hefur verið fjölskyldunni. Þrír eru í haldi vegna málsins. Átján ára piltur sætir gæsluvarðhaldi og þá eru tveir undir átján ára vistaðir í úrræði á vegum barnayfirvalda. Fréttin var uppfærð síðdegis með mynd frá bænastundinni í Fossvogskirkju.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. 26. apríl 2023 10:49 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Stofnar styrktarreikning fyrir dóttur mannsins sem lést Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir tveggja ára gamla dóttur pólska mannsins sem lést í hnífstunguárás í Hafnarfirði í síðustu viku. Kristófer Gajowski stofnaði reikninginn með leyfi móður mannsins og hvetur íslenskt samfélag til að einbeita sér að því sem máli skiptir. 26. apríl 2023 10:49