Vonsvikinn Hannes ætlar í stjórn ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 15:00 Hannes S. Jónsson hefur ítrekað gagnrýnt ÍSÍ í gegnum tíðina og sækist nú eftir sæti í framkvæmdastjórn sambandsins. Vísir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, er á meðal þeirra níu frambjóðenda sem sækjast eftir sæti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um helgina. Kosið verður á Íþróttaþingi ÍSÍ á Ásvöllum. Hannes hefur gagnrýnt ÍSÍ ítrekað í gegnum tíðina, þá sem formaður KKÍ, og þá sérstaklega vegna úthlutunar úr afrekssjóði ÍSÍ til sérsambanda. Steininn virtist taka úr í vetur þegar KKÍ var fært niður um flokk á lista afrekssjóðs, með tilheyrandi tekjumissi og þar með færri verkefnum fyrir íslensku körfuboltalandsliðin sem verða ekki með á Smáþjóðaleikunum í lok þessa mánaðar. Hannes hefur ítrekað lýst yfir miklum vonbrigðum yfir þessu og sagt úthlutun ÍSÍ móðgun við íslenskan körfubolta. Nú gæti Hannes verið á leið í framkvæmdastjórn ÍSÍ til að vinna þar með forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, sem var á síðasta Íþróttaþingi kjörinn til fjögurra ára. Alls níu frambjóðendur keppast um sjö laus sæti í framkvæmdastjórninni um helgina. Þar sitja fjórtán manns hverju sinni og er kosið í sjö embætti meðstjórnenda, til fjögurra ára, á tveggja ára fresti. Til að framboð teljist löglegt þarf eitt sérsamband og eitt héraðssamband eða íþróttabandalag að hafa lýst yfir stuðningi við framboðið, en stjórnarmenn ÍSÍ eru hins vegar ekki fulltrúar þeirra sambanda heldur óháðir. Frambjóðendurnir eru eftirtaldir: Daníel Jakobsson (SKÍ/HSV) Elsa Nielsen (BSÍ/UMSK) Hafsteinn Pálsson (KSÍ/UMSK) Hannes S. Jónsson (KKÍ/UMSK) Hjördís Guðmundsdóttir (KSÍ/ÍBR) Hörður Oddfríðarson (SSÍ/ÍBR) Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir (KSÍ/ÍBR) Olga Bjarnadóttir (FSÍ/HSK) Ragnheiður Ríkharðsdóttir (GSÍ/ÍA) Hafsteinn, Kolbrún Hrund og Olga eiga öll sæti í núverandi framkvæmdastjórn en þaðan víkja Gunnar Bragason, Ingi Þór Ágústsson og Knútur G. Hauksson. Ása Ólafsdóttir sagði sig úr stjórn á miðju kjörtímabili. ÍSÍ Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Hannes hefur gagnrýnt ÍSÍ ítrekað í gegnum tíðina, þá sem formaður KKÍ, og þá sérstaklega vegna úthlutunar úr afrekssjóði ÍSÍ til sérsambanda. Steininn virtist taka úr í vetur þegar KKÍ var fært niður um flokk á lista afrekssjóðs, með tilheyrandi tekjumissi og þar með færri verkefnum fyrir íslensku körfuboltalandsliðin sem verða ekki með á Smáþjóðaleikunum í lok þessa mánaðar. Hannes hefur ítrekað lýst yfir miklum vonbrigðum yfir þessu og sagt úthlutun ÍSÍ móðgun við íslenskan körfubolta. Nú gæti Hannes verið á leið í framkvæmdastjórn ÍSÍ til að vinna þar með forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, sem var á síðasta Íþróttaþingi kjörinn til fjögurra ára. Alls níu frambjóðendur keppast um sjö laus sæti í framkvæmdastjórninni um helgina. Þar sitja fjórtán manns hverju sinni og er kosið í sjö embætti meðstjórnenda, til fjögurra ára, á tveggja ára fresti. Til að framboð teljist löglegt þarf eitt sérsamband og eitt héraðssamband eða íþróttabandalag að hafa lýst yfir stuðningi við framboðið, en stjórnarmenn ÍSÍ eru hins vegar ekki fulltrúar þeirra sambanda heldur óháðir. Frambjóðendurnir eru eftirtaldir: Daníel Jakobsson (SKÍ/HSV) Elsa Nielsen (BSÍ/UMSK) Hafsteinn Pálsson (KSÍ/UMSK) Hannes S. Jónsson (KKÍ/UMSK) Hjördís Guðmundsdóttir (KSÍ/ÍBR) Hörður Oddfríðarson (SSÍ/ÍBR) Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir (KSÍ/ÍBR) Olga Bjarnadóttir (FSÍ/HSK) Ragnheiður Ríkharðsdóttir (GSÍ/ÍA) Hafsteinn, Kolbrún Hrund og Olga eiga öll sæti í núverandi framkvæmdastjórn en þaðan víkja Gunnar Bragason, Ingi Þór Ágústsson og Knútur G. Hauksson. Ása Ólafsdóttir sagði sig úr stjórn á miðju kjörtímabili.
ÍSÍ Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum