Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 22:27 Clarence Thomas, hæstaréttardómari, hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu vegna sambands hans við íhaldssaman auðjöfur. AP/J. Scott Applewhite Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. Umræddur auðjöfur heitir Harlan Crow en stutt er síðan að fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að hann hefði um árabil boðið Thomas í lúxusferðir og keypt af honum fasteignir. Þar á meðal húsnæði móður Thomas sem auðjöfurinn gerði upp og leyfði móðurinni að búa þar áfram. Þessu hefur rannsóknarmiðilinn ProPublica sagt frá á undanförnum vikum. Sjá einnig: Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana ProPublica sagði frá því í dag að Crow hefði greitt skólagjöld í tveimur skólum fyrir Mark Martin, frænda Thomas sem hann ól upp en þar er um að ræða meira en sex þúsund dali á mánuði. ProPublica sagði að ef Crow hefði greitt fyrir fjögurra ára skólagöngu drengsins hefði upphæðin farið yfir 150 þúsund dali. AP fréttaveitan vitnar í lögmanninn Mark Paoletta, sem er vinur Thomas til margra ára, en hann segir að Crow hafi á sínum tíma lagt til að Martin færi í Randolph-Macon Acadamey heimavistarskóla árið 2006 og bauðst hann til að borga fyrir fyrsta árið hans þar, sem hann gerði. Forsvarsmenn skólans lögðu svo í kjölfarið til, samkvæmt Paoletta, að Martin færi í annan heimavistarskóla árið eftir og greiddi Crow einnig skólagjöld hans þar. Paoletta segir að greiðslurnar hafi farið beint til skólanna og heldur því fram að verið sé að reyna að búa til skandala í tengslum við Thomas. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir það í dag og saka Demókrata um að grafa undan Thomas og Hæstarétti Bandaríkjanna. Thomas var skipaður í embætti af George H. W. Bush árið 1990. Þingmenn Demókrataflokksins hafa tekið aðra afstöðu í dag en þeirra á meðal er Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður frá Oregon. Hann sagði að uppljóstranir um samband Crow og Thomas og það að auðjöfurinn hafi haldið uppi lífsstíl fyrir Thomas sem hann hefði annars ekki haft efni á, vera gróft brot á siðferðisgildum, sem væru ekki nægilega öflug fyrir þegar kæmi að Hæstarétti Bandaríkjanna. Demókratar hafa notað uppljóstranir um Thomas og það að Neil Gorsuch, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, seldi fasteign til forstjóra lögmannsstofu sem fer með mál fyrir Hæstarétti, rétt eftir að hann varð hæstaréttardómari og sagði ekki frá því hver hefði keypt eignina af honum, til að kalla eftir hertum siðferðisreglum um Hæstarétt Bandaríkjanna en því hafa Repúblikanar mótmælt. Sjá einnig: Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu John Roberts, forseti Hæstaréttar, neitaði nýverið að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, og ræða umbætur í siðamálum réttarins. Vísaði hann til þrískiptingar valds í Bandaríkjunum. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um nýjustu fregnir af Thomas. Hann segist vonast til þess að Roberts hafi lesið fréttirnar og skilji að aðgerðir séu nauðsynlegar. Trúverðugleiki Hæstaréttar Bandaríkjanna sé í húfi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Umræddur auðjöfur heitir Harlan Crow en stutt er síðan að fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að hann hefði um árabil boðið Thomas í lúxusferðir og keypt af honum fasteignir. Þar á meðal húsnæði móður Thomas sem auðjöfurinn gerði upp og leyfði móðurinni að búa þar áfram. Þessu hefur rannsóknarmiðilinn ProPublica sagt frá á undanförnum vikum. Sjá einnig: Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana ProPublica sagði frá því í dag að Crow hefði greitt skólagjöld í tveimur skólum fyrir Mark Martin, frænda Thomas sem hann ól upp en þar er um að ræða meira en sex þúsund dali á mánuði. ProPublica sagði að ef Crow hefði greitt fyrir fjögurra ára skólagöngu drengsins hefði upphæðin farið yfir 150 þúsund dali. AP fréttaveitan vitnar í lögmanninn Mark Paoletta, sem er vinur Thomas til margra ára, en hann segir að Crow hafi á sínum tíma lagt til að Martin færi í Randolph-Macon Acadamey heimavistarskóla árið 2006 og bauðst hann til að borga fyrir fyrsta árið hans þar, sem hann gerði. Forsvarsmenn skólans lögðu svo í kjölfarið til, samkvæmt Paoletta, að Martin færi í annan heimavistarskóla árið eftir og greiddi Crow einnig skólagjöld hans þar. Paoletta segir að greiðslurnar hafi farið beint til skólanna og heldur því fram að verið sé að reyna að búa til skandala í tengslum við Thomas. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir það í dag og saka Demókrata um að grafa undan Thomas og Hæstarétti Bandaríkjanna. Thomas var skipaður í embætti af George H. W. Bush árið 1990. Þingmenn Demókrataflokksins hafa tekið aðra afstöðu í dag en þeirra á meðal er Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður frá Oregon. Hann sagði að uppljóstranir um samband Crow og Thomas og það að auðjöfurinn hafi haldið uppi lífsstíl fyrir Thomas sem hann hefði annars ekki haft efni á, vera gróft brot á siðferðisgildum, sem væru ekki nægilega öflug fyrir þegar kæmi að Hæstarétti Bandaríkjanna. Demókratar hafa notað uppljóstranir um Thomas og það að Neil Gorsuch, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, seldi fasteign til forstjóra lögmannsstofu sem fer með mál fyrir Hæstarétti, rétt eftir að hann varð hæstaréttardómari og sagði ekki frá því hver hefði keypt eignina af honum, til að kalla eftir hertum siðferðisreglum um Hæstarétt Bandaríkjanna en því hafa Repúblikanar mótmælt. Sjá einnig: Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu John Roberts, forseti Hæstaréttar, neitaði nýverið að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, og ræða umbætur í siðamálum réttarins. Vísaði hann til þrískiptingar valds í Bandaríkjunum. Dick Durbin, formaður nefndarinnar, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um nýjustu fregnir af Thomas. Hann segist vonast til þess að Roberts hafi lesið fréttirnar og skilji að aðgerðir séu nauðsynlegar. Trúverðugleiki Hæstaréttar Bandaríkjanna sé í húfi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28
Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03