Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 11:10 Aðgerðasinnar mótmæla aðför gegn rétti kvenna til þungunarrofs í Texas í fyrra. Getty/Brandon Bell Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent