„Hann sveik dálítið liðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 15:01 Daníel Matthíasson og félagar í FH eru lentir 1-0 undir og næsti leikur er út í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31. ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV? Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV?
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira