Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögregla hafi verið við í götunni þegar drengurinn kom á þessum mikla hraða.
Þar segir að við mælingarnar hafi brotahlutfallið verið tíu prósent, sem ekki teljist til sérstakra tíðinda, en hitt hafi verið alvarlegra að einn þeirra sem hafi verið staðinn að hraðakstri hafi verið grunnskólapiltur á rafhlaupahjóli.
„Hraði hjólsins mældist 59 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Vert er líka að nefna að pilturinn var hjálmlaus, sem og farþegi sem var með honum á hjólinu, en sá var piltur á svipuðu reki.
Ekki þarf að hafa mörg orð um afleiðingar þess ef hjólreiðamanninum hefði fipast við aksturinn, en þá hefði þessi ökuferð endað mjög illa,“ segir í tilkynningunni.