Handbolti

Víkingar tryggðu sig upp í Olís deildina með mögnuðum sigri

Aron Guðmundsson skrifar
Víkingar höfðu betur gegn Fjölni í umspili um laust sæti í Olís deild karla
Víkingar höfðu betur gegn Fjölni í umspili um laust sæti í Olís deild karla FACEBOOKSÍÐA FJÖLNIS/ÞORGILS G

Víkingur Reykja­vík mun spila í Olís deild karla á næsta tíma­bili. Þetta varð ljóst eftir spennu­þrunginn eins marks sigur liðsins, 23-22, í odda­leik gegn Fjölni í um­spili liðanna um laust sæti í deildinni.

Víkingar komust 2-0 yfir í ein­víginu en Fjölnis­menn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram odda­leik eftir ó­trú­legan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráða­bana í víta­keppni.

Leikur dagsins fór fram í í­þrótta­húsinu í Safa­mýri og ljóst að sigur­vegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni.

Mikil stemning var í Safa­mýrinni í dag og fjöl­menntu stuðnings­menn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun.

Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka for­ystu, 7-2.

Fjölnis­menn náðu að brúa bilið að ein­hverju marki eftir því sem leið á fyrri hálf­leikinn, mest niður í tvö mörk og var for­skot Víkinga ein­mitt það að fyrri hálf­leik loknum, 12-10.

Seinni hálf­leikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta for­ystu sína ða hendi.

Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp for­ystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálf­leik þar sem að Fjölnis­menn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins.

Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnis­menn víta­kast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark.

Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétars­son metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1.

Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjöl­farið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp.

Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhanns­son sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna.

Fjölnis­menn fengu boltann, tóku leik­hlé og stilltu upp í eina loka­sókn. Fimm­tán sekúndur eftir.

Fjölnis­menn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brott­vísunar, tóku mark­manninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Hall­dóri Inga Jónas­syni, leik­manni Víkinga.

Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári.

Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur:

Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk 

Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörk

Brynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk 

Markahæstu leikmenn Fjölnis:

Viktor Berg Grétarsson - 5 mörk

Óðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörk

Goði Ingvar Sveinsson - 3 mörk

Björgvin Páll Rúnarsson - 3 mörk

Benedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×