Everton kláraði Brighton í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 18:30 Þessir tveir voru frábærir í dag. Charlie Crowhurst/Getty Images Everton vann magnaðan 5-1 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Bítlaborginni eru í bullandi fallbaráttu á meðan Brighton lætur sig dreyma um að spila í Evrópu á næstu leiktíð. Fyrir leik var hinn 21 árs gamli João Pedro kynntur til leiks hjá Brighton en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað með Watford frá 2020. Um er að ræða framherja frá Brasilíu og hefði Brighton getað nýtt krafta hans í dag. Joao Pedro was on the pitch at the Amex during the half-time break Brighton have agreed a £30million deal to sign the Brazilian from Watford when the summer transfer window opens Wonder what he makes of the performance so far? #BBCFootball #PremierLeague pic.twitter.com/5UY9WCGCKp— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2023 Það tók lærisveinar Sean Dyche innan við mínútu að komast yfir. Abdoulaye Doucoure kom boltanum þá í netið eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin. Þegar tæpur hálftími var liðinn tvöfaldaði Doucoure forystuna eftir undirbúning Dwight McNeil. McNeil var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann komst upp að endalínu og gaf fyrir en Jason Steele, markvörður Brighton, tókst ekki betur til og „varði“ boltann í netið. Sjálfsmark niðurstaðan og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. HALF-TIME Brighton 0-3 EvertonAn Abdoulaye Doucoure brace and Jason Steele own goal give Everton a three-nil lead at Amex Stadium#BHAEVE pic.twitter.com/SpAQqMA77S— Premier League (@premierleague) May 8, 2023 Heimaliðið gerði fjórar skiptingar í hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn gestanna og McNeil bætti við fjórða marki Everton þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Alexis Mac Allister minnkaði muninn í 1-4 þegar tíu mínútur lifðu leiks og við það virtust heimamenn vakna af værum blundi. Nær komst Brighton ekki og til að fullkomna daginn þá skoraði McNeil eftir skyndisókn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-5 og Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Everton lyftir sér með sigrinum upp í 16. sæti með 32 stig eftir 35 leiki, tveimur stigum meira Leicester City, Nottingham Forest og Leeds United sem sitja í sætunum þar fyrir neðan. Brighton er í 7. sæti - sem gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð - með 55 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Fyrir leik var hinn 21 árs gamli João Pedro kynntur til leiks hjá Brighton en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað með Watford frá 2020. Um er að ræða framherja frá Brasilíu og hefði Brighton getað nýtt krafta hans í dag. Joao Pedro was on the pitch at the Amex during the half-time break Brighton have agreed a £30million deal to sign the Brazilian from Watford when the summer transfer window opens Wonder what he makes of the performance so far? #BBCFootball #PremierLeague pic.twitter.com/5UY9WCGCKp— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2023 Það tók lærisveinar Sean Dyche innan við mínútu að komast yfir. Abdoulaye Doucoure kom boltanum þá í netið eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin. Þegar tæpur hálftími var liðinn tvöfaldaði Doucoure forystuna eftir undirbúning Dwight McNeil. McNeil var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann komst upp að endalínu og gaf fyrir en Jason Steele, markvörður Brighton, tókst ekki betur til og „varði“ boltann í netið. Sjálfsmark niðurstaðan og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. HALF-TIME Brighton 0-3 EvertonAn Abdoulaye Doucoure brace and Jason Steele own goal give Everton a three-nil lead at Amex Stadium#BHAEVE pic.twitter.com/SpAQqMA77S— Premier League (@premierleague) May 8, 2023 Heimaliðið gerði fjórar skiptingar í hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn gestanna og McNeil bætti við fjórða marki Everton þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Alexis Mac Allister minnkaði muninn í 1-4 þegar tíu mínútur lifðu leiks og við það virtust heimamenn vakna af værum blundi. Nær komst Brighton ekki og til að fullkomna daginn þá skoraði McNeil eftir skyndisókn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-5 og Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Everton lyftir sér með sigrinum upp í 16. sæti með 32 stig eftir 35 leiki, tveimur stigum meira Leicester City, Nottingham Forest og Leeds United sem sitja í sætunum þar fyrir neðan. Brighton er í 7. sæti - sem gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð - með 55 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira