Ólafur Jónas tók við Val fyrir tímabilið 2020-21 og hefur landað tveimur Íslandsmeistaratitlum á þeim tíma sem og einum deildarmeistaratitli.
„Það var ríkur vilji stjórnar og leikmanna liðsins að hann héldi áfram með liðið en fullur skilningur á því að það eru mikilvægari hlutir en körfubolti í lífinu,“ segir í yfirlýsingu Vals.
Það segir einnig: „Dyrnar á Hlíðarenda standa honum ávallt opnar kjósi hann að taka fram þjálfaraspjaldið að nýju.“
Það má reikna með fjölda umsækjanda enda Valur ríkjandi Íslandsmeistari eftir sigur á Keflavík í hörku rimmu nú fyrir skemmstu.