Vill fá að mæta pabba sínum í Olís deildinni næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 08:30 Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason spila með Víkingi og FH. Vísir/Sigurjón Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason standa í stórræðum þessa dagana í úrslitakeppnum handboltans. Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Andri Berg Haraldsson var í liði Víkings sem vann Fjölni í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en leikurinn fór fram í Safamýrinni í gær. Það hefur verið háspenna í þessu umspili og það var einnig í úrslitaleiknum. Fjölnismenn fengu tæpar fimmtán sekúndur til þess að tryggja sigurinn en þeir köstuðu boltanum frá sér í stöðunni 22-22 og gáfu heimamönnum sigurinn á silfurfati. Halldór Ingi Jónasson skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn. Víkingar munu því spila í Olís deildinni næsta vetur. „Þetta var alveg ævintýralegt og bara geggjað að klára þetta. Ég hélt við ætluðum virkilega að henda öðrum leik frá okkur en þetta hafðist,“ sagði Andri Berg Haraldsson. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við feðgana í gær. Á meðan Andri Berg fagnaði sigri í Safamýrinni var sonur hans, Jóhannes Berg Andrason, að ganga til leiks í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og FH áttust við í undanúrslitaeinvíginu í Olís deildinni. Þar vann ÍBV ótrúlegan endurkomusigur í framlengdum leik. „Við vorum með þetta í svona fimmtíu mínútur en ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um síðustu tíu og framlenginguna. Þetta hrundi og það er erfitt að útskýra hvað gerðist,“ sagði Jóhannes Berg Andrason. „Þetta var þungt í Herjólfi en í rútunni var byrjað að hlæja og hafa gaman. Það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jóhannes Berg en þá er það stóra spurningin um hvort handboltaáhugafólk fái að sjá feðgana mætast í Olís deildinni á næstu leiktíð. „Já, það er freistandi en eigum við ekki bara að sjá til hvað verður,“ sagði Andri Berg. „Ég vil bara sjá hann keyra á þetta og taka allavega eitt tímabil í viðbót. Það væru senur að hafa okkur saman í deildinni,“ sagði Jóhannes Berg en heldur að hann kæmist auðveldlega fram hjá pabba sínum. „Já. ég held það en ég væri til í að prófa það. Það er langt síðan en maður var að reyna að finta hann þegar maður var lítill. Það er langt síðan við tókum svona alvöru fintu dæmi,“ sagði Jóhannes. Væri skemmtilegra að fara að spila á móti honum eða með honum? „Ég vil sjá hann á móti mér en er einhver séns að þú komir í FH,“ spurði Jóhannes pabba sinn. „Það held ég ekki,“ svaraði Andri glottandi. Það má sjá spjallið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Handboltafeðgarnir Andri Berg og Jóhannes Berg
Olís-deild karla FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira